Sjá mikil tækifæri í baðlóni

Reykjaböðin verða byggð á Árhólmasvæðinu í Hveragerði við mynni Reykjadals. …
Reykjaböðin verða byggð á Árhólmasvæðinu í Hveragerði við mynni Reykjadals. Stefnt er að því að þau verði tilbúin árið 2026.

Kynnisferðir hafa bæst í eigendahóp Reykjabaðanna og eiga nú þriðjungshlut á móti núverandi eigendum.

„Það er ánægjulegt að vera komin inn í eigendahópinn á þessu æsispennandi verkefni. Við sjáum mikil tækifæri í baðlóni á þessum stað, við mynni Reykjadalsins. Árhólmasvæðið er mjög vel staðsett fyrir bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn og mjög áhugaverð uppbygging þar í gangi sem fellur vel að starfsemi okkar,“ segir Björn Ragnarsson forstjóri Kynnisferða.

Reykjaböðin verða byggð á Árhólmasvæðinu í Hveragerði við mynni Reykjadalsins. Fyrsta skrefið í uppbyggingunni var Reykjadalsskálinn sem var opnaður árið 2021. Þar eru veitingasala, verslanir og salerni ásamt upplýsingagjöf.

Nú er unnið að náttúruböðunum sem stefnt er að því að verði tilbúin í síðasta lagi árið 2026. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert