Tveir með alvarlega reykeitrun

Eldur kom upp í einu herbergi vistmanns skömmu fyrir klukkan …
Eldur kom upp í einu herbergi vistmanns skömmu fyrir klukkan sjö í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vistmaður og starfsmaður sem voru fluttir á bráðamóttöku eftir að eldur kom upp á meðferðarheimilinu Stuðlum í morgun eru með alvarlega reykeitrun.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Eldur kom upp í einu herbergi vistmanns skömmu fyrir klukkan sjö í morgun. 

Tilkynning um eldinn barst viðbragðsaðilum kl. 07:40 í morgun og fór allt tiltækt lið á vettvang. 

Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en töluverður reykur myndaðist og þurfti að reykræsta húsnæðið í kjölfarið.

Í tilkynningunni segir að rannsókn lögreglu sé á frumstigi, en tæknideild lögreglu er á vettvangi og heldur vinnu hennar þar áfram í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert