Var ekki kunnugt um bótagreiðslur

Sigurður Þór Þórsson, segir Morgunblaðinu sögu sína í blaðinu í …
Sigurður Þór Þórsson, segir Morgunblaðinu sögu sína í blaðinu í dag. mbl.is/Karítas

Að minnsta kosti nokkrir eru í þeirri stöðu að hafa verið vistaðir á Silungapolli sem börn en ekki fengið sanngirnisbætur þegar þær stóðu til boða á árunum 2012-2014. Sóttu þeir ekki um bætur þar sem þeir vissu einfaldlega ekki af sáttaboði íslenska ríkisins.

Einn þeirra, Sigurður Þór Þórsson, segir Morgunblaðinu sögu sína í blaðinu í dag.

Sigurður er í þeirri stöðu að hafa verið vistaður bæði á vöggustofu og Silungapolli en skýrslur og úttektir hafa dregið upp dökka mynd af meðferðinni á börnunum á þessum heimilum.

Var Sigurður á þessum heimilum frá sex mánaða aldri þar til hann var þriggja og hálfs árs.

„Ég fékk nánast enga nánd til fjögurra ára aldurs,“ segir Sigurður meðal annars en hann er sannfærður um að bernskan sé rót þess að hann hafi misst stjórn á lífi sínu þegar hann varð lengi undir í glímunni við Bakkus.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert