Vill leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Alma D, Möller landlæknir.
Alma D, Möller landlæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alma D. Möller landlæknir hefur tilkynnt uppstillinganefnd Samfylkingarinnar að hún gefi kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook í ljósi færslu Guðmund­ar Árna Stef­áns­sonar, vara­formanns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og bæj­ar­full­trúa í Hafnar­f­irði, frá því í morgun þar sem hann greindi frá því að hann ætli ekki að bjóða sig fram vegna veikinda. 

Áður hafði einungis komið fram að Alma hefði ákveðið að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi kosningar. 

Í færslu sinni óskar Alma Guðmundi skjóts og góðs bata.

„Guðmundur Árni er öflugur stjórnmálamaður og leiðtogi og það verður mikill missir af því að geta ekki fullnýtt reynslu hans, kraft og sýn í komandi kosningabaráttu. Framlag hans til baráttu fyrir jafnaðarmennsku; fyrir réttlátara og betra samfélagi, er ómetanlegt.“

Þá segir Alma að á meðal þeirra sem hafa skorað á hana til að fara í framboð er Guðmundur og þakkar hún honum fyrir traustið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert