„Ekki gott fyrir stuðningsfólk fyrir hvalveiðum“

Jón Gunnarsson varð undir í baráttunni við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð …
Jón Gunnarsson varð undir í baráttunni við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir um 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að það sé ekki gott fyrir stuðningsfólk fyrir hvalveiðum að missa Jón Gunnarsson af Alþingi.

Þetta segir Vilhjálmur í færslu á Facebook en Jón Gunnarsson laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur um 2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. Jón ætlar ekki að bjóða sig fram í nein önnur sæti á lista flokksins.

„Ekki gott að fyrir stuðningsfólk fyrir hvalveiðum að missa Jón af þingi því enginn hefur barist jafnvel og hann fyrir þessa stóra hagsmunamáli okkar Vestlendinga. Núna virðist flokkseigendafélag Sjálfstæðismanna í Reykjavík vera búið að losa sig við alla sem voru „óþekkir“. Jón Gunnars farinn Óli Björn hættur og flokkseigenda félagið vildi ekki fá Brynjar Níels þátt fyrir að hann hafi verið tilbúinn að gefa kost á sér,“ segir Vilhjálmur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert