Verðlag á matvöru hækkar

Hækkunin milli mánaðanna september og október nemur einni prósentu.
Hækkunin milli mánaðanna september og október nemur einni prósentu. Ljósmynd/Colourbox

Eft­ir tveggja mánaða lækk­un á verðlagi mat­vöru hækk­ar það nú með nokkr­um rykk að sögn verðlags­eft­ir­lits ASÍ.

Hækk­un­in milli mánaðanna sept­em­ber og októ­ber nem­ur einni pró­sentu, að mestu leyti vegna hækk­un­ar á kjötvöru. Þótt aðrir flokk­ar hækki meira – súkkulaði hækk­ar til að mynda enn, mest hjá Nóa Síríus – þá veg­ur kjötið þyngra í neyslu.

Þetta er fyrsti mánuður­inn frá því í mars þar sem verðlags­eft­ir­litið mæl­ir ekki lækk­un verðlags í neinni versl­un milli mánaða, að því er ASÍ grein­ir frá. 


Þá kem­ur fram, að verð á vör­um SS hafi hækkað víða fyr­ir tveim­ur vik­um. Vör­ur frá Goða hafi einnig hækkað, en lít­illa breyt­inga verði vart á verði Ali og Stjörnugríss, þar sem verð lækki meira að segja í Nettó.


Þá kem­ur fram, að súkkulaðiverð hafi hækkað mikið á ár­inu og held­ur hækk­un­in áfram þenn­an mánuðinn hjá Nóa Síríus og Freyju. Lang­mesta hækk­un­in er á vör­um frá Nóa Síríus í Bón­us. Í Nettó lækk­ar meðal­verðið á vör­um allra fram­leiðenda nema Nóa Síríus.

Bent er á, að versl­an­ir Sam­kaupa – Nettó, Kjör­búðin, Kram­búðin og Ice­land – hafi verið á miklu ferðalagi í verðlagn­ingu síðan í sum­ar. Verð þar hafi hækkað veru­lega í júlí og lækkað svo um munaði í ág­úst, sem átti nokk­urn þátt í sveifl­um verðlags­vísi­tölu mat­vöru þá mánuði.


„Nettó-breyt­ing­in, ef svo má segja, er að röðun versl­ana á mat­vörumarkaði er nú önn­ur en áður. Nettó, sem áður var tíðum um 12% yfir lægsta verði, eða 11% hærra en Bón­us, er nú 6,4% yfir lægsta verði að meðaltali – aðeins um 3% yfir Bón­us. Fjarðar­kaup, sem áður voru rétt und­ir Nettó, eru nú 14,7% yfir lægsta verði að meðaltali.

Kjör­búðin hef­ur einnig færst til og er nú að jafnaði ódýr­ari en Extra, öf­ugt við það sem áður var. Hins veg­ar hafa Ice­land og Kram­búðin tekið kipp og eru nú sjón­ar­mun lengra frá lægsta verði en þær voru fyr­ir verðhækk­an­ir og -lækk­an­ir í sum­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá er Prís enn ódýr­asta mat­vöru­versl­un­in sem verðlags­eft­ir­litið skoðar reglu­lega, en verð þar er að meðaltali 0,8% hærra en þar sem það er lægst. Bón­us er nú að meðaltali 3,42% yfir lægsta verði og Krón­an 4,30%.

Nán­ar á vef ASÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert