Dýpsti tilvistarótti þeirra sem eldast

Óttar Guðmundsson geðlæknir segir fjölmarga sem til sín leita óttast ellina og hennar fylgifiska. 

„Dýpsti tilvistarótti flestra er að verða ósjálfbjarga,“ segir geðlæknirinn. Hann sjálfur er að takast á við hjartasjúkdóm sem er lífsógnandi. Hann viðurkennir að vera sjálfur hræddur og vitnar þar einmitt til óttans við að verða ósjálfbjarga gamalmenni.

Óttar er gestur Dagmála í dag og fer vítt og breytt. Tilefni þess að Óttar var kallaður til viðtals má rekja til þáttar fyrr í mánuðinum þar sem sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson ræddi meðal annars óttann við að eldast og opinberaði að hann hefði leitað til geðlæknis með þessar áhyggjur sínar.

Óttar er einmitt að vinna með Jóni Ársæli og ræðir í þætti dagsins um áhyggjur fjölmargra Íslendinga sem eru komnir á efri ár.

Breytt viðfangsefni geðlækna

En það er fleira sem Óttar Guðmundsson ræðir í þættinum. Meðal annars þá breytingu sem orðið hefur á viðfangsefnum geðlækna síðustu áratugi.

Óttar hefur skrifað pistla í fjölmiðla áratugum saman þar sem hann hefur oftar en ekki greint ástand þjóðarinnar eða líðan og nýja fylgifiska nútímamannsins.

Í þeim hluta viðtalsins sem hér birtist ræðir Óttar um áhyggjur og ótta þeirra sem eru að eldast. Hvernig hann hjálpar fólki og hvað er til ráða.

Þátturinn í heild sinni er opinn áskrifendum Morgunblaðsins. Tengill á þáttinn er hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert