Leggur til móttökuskóla fyrir erlend börn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, leggur til að Íslendingar setji upp almennilega og vel skipulagða móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag kveðst hún sannfærð um að breytingin gæti skipt sköpum og haft mikil og jákvæð áhrif fyrir allt skólastarf.

Vilja aðrar lausnir

Ráðherrann nefnir að móttökuskóli sé ekki ný hugmynd heldur megi t.d. finna slíkan skóla í Noregi.

„Tæp 30% nemenda í íslenskum grunnskólum hafa erlendan bakgrunn og ljóst að slík fjölgun í óbreyttu kerfi hefur áhrif á gæði náms og árangur nemenda. Kennarar hafa reynt að mæta þessum áskorunum með fjölbreyttum leiðum en benda á að álagið sem þessu fylgir haldi aftur af hefðbundnu skólastarfi og vilja aðrar lausnir,“ skrifar Áslaug.

Hún bendir á að árangur íslenskra nemenda í PISA 2022 hafi mælst verri en nokkru sinni áður og hafi verið undir meðaltali OECD-ríkjanna og Norðurlandanna í öllum þáttum.

Allir tapi í óbreyttu kerfi

Áslaug segir móttökuskóla vera fyrsta skref barna af erlendum uppruna sem séu að fóta sig í íslensku samfélagi. Þar yrði lögð áhersla á samræmda tungumálakennslu og hæfnismat.

„Sérhæft úrræði þannig að þau séu betur undirbúin þegar þau síðan fara inn í almenna grunnskóla.“

Með því að koma á fót slíku úrræði myndum við mæta þessum nemendum betur, nemendum sem eru að fóta sig í nýju skólaumhverfi og þurfa aukna aðstoð og tungumálakennslu.

„Í óbreyttu kerfi tapa allir – ekki aðeins börn og ungmenni af erlendum uppruna heldur líka aðrir nemendur, kennarar og starfsfólk sem reynir að mæta þörfum hvers og eins nemanda án nægilegs stuðnings.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert