18 börn undir eftirliti spítalans

Leikskólinn Mánagarður er í Stúdentagörðunum við Eggertsgötu.
Leikskólinn Mánagarður er í Stúdentagörðunum við Eggertsgötu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Bæst hefur í hóp barna af leikskólanum Mánagarði sem eru með staðfest E.coli smit. Tíu börn eru með staðfest smit og eru tvö barnanna alvarlega veik.

Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans.

Hann segir alls 18 börn undir eftirliti spítalans en sjö þeirra liggja á spítala. 

Sérstakt sóttvarnateymi hefur verið sett á laggirnar til að rekja smitið en teymið sam­an­stend­ur af um­dæma­lækni, heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur og Mat­væla­stofn­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert