Lát hjóna í Neskaupstað: Rannsóknin á lokametrunum

Einn maður er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað …
Einn maður er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað hjónunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsóknin á máli hjónanna á áttræðisaldri sem fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað í ágúst er á lokametrunum.

Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við mbl.is.

Gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana var framlengt í byrjun mánaðarins og gildir til 1. nóvember næstkomandi.

Kristján Ólafur segir að enn sé beðið eftir gögnum en lögreglan hafi ekki stjórn á því hvenær þau skili sér.

„Við vonum að gögnin berist okkur fyrir mánaðarmótin en það má alveg segja að rannsókn málsins sé komin á lokametrana. Málið verður svo í kjölfarið framsent til ákærusviðsins,“ segir Kristján Ólafur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka