Vilja setja þak á hámarkslaun

Sósíalistar vilja setja hámark á launatekjur fólks. Þó liggur ekki fyrir hvort miða ætti við þreföld eða fjórföld lágmarkslaun hjá ríkinu.

Þetta staðfestir Sanna Magdalena Mörtudóttir, sem fer fyrir framboði Sósíalistaflokks Íslands í komandi alþingiskosningum. Hún var gestur Spursmála fyrr í vikunni þar sem þetta stefnumál flokksins var til umræðu.

Orðaskiptin þar um má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Næði það fram að ganga yrðu hámarkslaun í landinu einhversstaðar í kringum 1.300 þúsund og upp í 1.800 þúsund krónur á mánuði, sé miðað við lægstu launaflokka í kjarasamningum sem ríkið gerir við félög á borð við Eflingu og Sameyki.

Sanna Magdalena Mörtudóttir vill gera róttækar breytingar á skattkerfinu.
Sanna Magdalena Mörtudóttir vill gera róttækar breytingar á skattkerfinu. mbl.is

Hvert færu hálaunastéttirnar?

Þegar Sanna Magdalena er spurð út í það hvert svæfingalæknar og flugstjórar landsins myndu flytja ef þessi stefna yrði innleidd, stendur ekki á svörum. Vandinn er ekki þessar stéttir heldur það að ekki hefur tekist að hækka laun hinna lægstlaunuðu meira en raun ber vitni.

Þess má geta að lágmarkstaxti Sameykis í samningum við íslenska ríkið hefur hækkað um slétt 50% á síðustu 5 árum.

Viðtalið við Sönnu Magdalenu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert