Dælubíll var sendur á skemmtistaðinn Auto í miðbæ Reykjavíkur klukkan 01:30 í nótt. Þar hafði brunavarnakerfi farið í gang sem varð til þess að vatn flæddi um staðinn.
Þetta segir Jón Kristinn Valsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Það tók slökkviliðið um klukkutíma að hreinsa upp vatnið.