Bílalest Selenskís á leið á Þingvelli

Bílalestin á leið upp Ártúnsbrekkuna nú fyrir skömmu.
Bílalestin á leið upp Ártúnsbrekkuna nú fyrir skömmu. mbl.is/Árni Sæberg

Bílalest Volodimírs Selenskí er nú á leið á Þingvelli eftir að forsetinn fór beint eftir komu sína til landsins niður í miðbæ Reykjavíkur. Þyrlur fljúga með bílalestinni, auk þess sem lögregla lokar veginum þannig að umferð fyrir bílalestina sé greið.

Þetta er hans fyrsta form­lega heim­sókn til lands­ins, en hann mun eiga fund með Bjarna Bene­dikts­syni for­sæt­is­ráðherra á Þingvöllum og taka þátt í fjórða leiðtoga­fundi Norður­land­anna og Úkraínu á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur og Smiðju.

Í til­kynn­ingu fyrr í dag sagði Selenskí að viðræðurn­ar muni snú­ast um stuðning við svo­kallaða Siguráætl­un og þá þætti þar sem sam­vinna þjóðanna geti áorkað sem mestu.

Fjöldi lögreglumanna á mótorhjólum fylgdi bílalestinni og loka fyrir umferð …
Fjöldi lögreglumanna á mótorhjólum fylgdi bílalestinni og loka fyrir umferð meðan bílalest Volodimírs Selenskí, for­seta Úkraínu, fór hjá. mbl.is/Árni Sæberg

Nefn­ir hann fjár­mögn­un úkraínskr­ar vopna­fram­leiðslu og lang­drægra vopna, und­ir­bún­ing fyr­ir vet­ur­inn, ör­yggi úti á sjó, þving­an­ir gegn skugga­flota Rúss­lands, aukna aðstoð við varn­ir, þjálf­un og búnað fyr­ir úkraínskt herlið.

Seg­ir hann Norður­lönd staðfast­an banda­mann Úkraínu og að sam­ráðsvett­vang­ur Úkraínu og Norður­landa sé einn skil­virk­asti marg­hliða vett­vang­ur­inn.

Þyrla gæslunnar flaug með bílalestinni líkt og þegar komið var …
Þyrla gæslunnar flaug með bílalestinni líkt og þegar komið var frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg
Frá lokunarpósti við Ártúnsbrekkuna nú á þriðja tímanum.
Frá lokunarpósti við Ártúnsbrekkuna nú á þriðja tímanum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert