Geti þrýst Rússlandi í átt til friðar

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Volodimír Selenskí á blaðamannafundi fyrr í kvöld.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Volodimír Selenskí á blaðamannafundi fyrr í kvöld. mbl.is/Karítas

Volodím­ir Selenskí Úkraínu­for­seti þakkaði Norður­lönd­un­um fyr­ir stuðning þeirra við Úkraínu í stríði þeirra gegn Rússlandi á blaðamanna­fundi fyrr í kvöld þar sem for­sæt­is­ráðherr­ar Norður­landaþjóðanna und­ir­strikuðu mik­il­vægi sam­starfs þjóðanna og stuðnings við Úkraínu.

Á fund­in­um stóðu á sviðinu þau Ulf Kristers­son, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, Petteri Orpo, for­sæt­is­ráðherra Finn­lands, Jon­as Gahr Støre, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs ásamt þeim Bjarna Bene­dikts­syni for­sæt­is­ráðherra og fyrr­nefnd­um Selenskí.

Stuðning­ur við siguráætl­un sem muni færa frið

„Í fyrsta lagi lang­ar mig að þakka ykk­ur og þjóðum ykk­ar fyr­ir stuðning ykk­ar til Úkraínu og fólks­ins okk­ar,“ sagði Selenskí í byrj­un ávarps síns á fund­in­um.

Þá lýsti hann yfir þakk­læti til Íslands fyr­ir að hafa skipu­lagt Norður­landaráðsþingið í ár og fyr­ir skuld­bind­ingu þjóðar­inn­ar um að virða alþjóðalög og þakkaði hann í kjöl­farið hverju Norður­landi fyr­ir sig fyr­ir stuðning þeirra við Úkraínu. 

Sagði Selenskí að á fundi í dag hafi hann og ráðherr­arn­ir sam­mælst um nor­ræn­an stuðning við hina svo­kölluðu Siguráætl­un sem Selenskí seg­ir að muni geta þrýst Rússlandi í átt til friðar.

Þá sagði hann það miður að heyra af efa­semd­um um áætl­un­ina sem hann sagði ekki ein­ung­is koma frá Rúss­um held­ur einnig banda­mönn­um Úkran­íu sem væru hik­andi við að fara gegn Rússlandi vegna ótta. 

Norður­lönd­in væru þó enn ákveðinn og sagði Selenskí það gíf­ur­lega mik­il­vægt fyr­ir alla Evr­ópu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert