Volodimír Selenskí Úkraínuforseti er kominn til Þingvalla. Selenskí ræddi stutt við blaðamenn áður en hann hélt inn í Þingvallabæ til fundar með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra Íslands.
Þetta er hans fyrsta formlega heimsókn til landsins. Á morgun mun hann funda með forseta Íslands og taka þátt í fjórða leiðtogafundi Norðurlandanna og Úkraínu á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur og Smiðju.
Í tilkynningu fyrr í dag sagði Selenskí að viðræðurnar muni snúast um stuðning við svokallaða Siguráætlun og þá þætti þar sem samvinna þjóðanna geti áorkað sem mestu.