Var í „bullandi neyslu“

Sakborningarnir eru 15 talsins.
Sakborningarnir eru 15 talsins. mbl.is/Karítas

Ann­an dag­inn í röð var fátt um svör hjá sak­born­ing­un­um í Sól­heima­jök­uls­mál­inu. Þrír sak­born­ing­ar hafa gefið skýrslu það sem af er degi.

Karl Ingi Vil­bergs­son sak­sókn­ari bar fjölda skila­boða und­ir ákærðu sem virðast tengj­ast fíkni­efna­sölu. Svör­in sem bár­ust voru að mestu „ég kýs ekki að tjá mig“ og „ég kann­ast ekki við þetta“.

Málið er um­fangs­mikið og flókið. Sak­born­ing­arn­ir eru 15 tals­ins og grunaðir um inn­flutn­ing, vörslu, sölu og dreif­ingu fíkni­efna.

Tvær kon­ur og einn karl­maður komu fram fyr­ir dómi í morg­un. Þau játuðu öll vörslu fíkni­efn­anna en neituðu að hafa tekið þátt í skipu­lagðri brot­a­starf­semi.

Yf­ir­gaf dómsal strax

Fyrst til að koma fram fyr­ir dómi var kona á fimm­tugs­aldri sem játaði vörslu 50 stykkja af Ro­hypnol, rúm­lega 10 gramma af am­feta­míni og kókaíni og nokkra gramma af MDMA sem fund­ust á heim­ili henn­ar í fe­brú­ar.

Hún lagði mikið upp úr að hylja and­lit sitt í dómsal, neitaði að tjá sig og yf­ir­gaf sal­inn um leið og skýrslu­töku lauk.

Frá þingfestingu málsins í ágúst.
Frá þing­fest­ingu máls­ins í ág­úst. mbl.is/​Eyþór

Geymdi fíkni­efni útaf kvíða

Þar næst kom kona á fer­tugs­aldri fram í fjar­fund­ar­búnaði. Hún neitaði að hafa stundað fíkni­efnaviðskipti. 

Hún játaði vörslu tæp­lega hálfs kílós af am­feta­míni og kókaíni. Hún sagðist hafa verið að geyma fíkni­efn­in fyr­ir ann­an ein­stak­ling sem hún neitaði að tjá sig um. Þá sagðist hún hafa geymt efn­in vegna kvíða.

Kon­an sagðist hafa kynnst Jóni Inga Sveins­syni, höfuðpaur máls­ins, í gegn­um AA sam­tök­in.

Seg­ist ekki tengj­ast konu sem hún borðaði með

Spurð út í tengsl við konu sem kom fram fyr­ir dómi í gær, og á móður sem er einnig sak­born­ing­ur í mál­inu, sagðist kon­an ekki vilja tjá sig.

Hún og áður­nefnd kona fóru út að borða með nokkr­um sak­born­ing­um í miðbæn­um í apríl á síðasta ári.

Á síma kon­unn­ar fund­ust mynd­ir af kon­un­um frá um­ræddu kvöldi. Hún kaus að tjá sig ekki um mynd­irn­ar.

Í skila­boðum þeirra á milli dag­inn eft­ir stóð: „Skil ekki hvað þess­ir menn eru að ráða okk­ur í vinnu.”

Hin svar­ar: „Nei ég er ekki stolt af mér. Ég opnaði eina pakkn­ingu þegar ég kom heim.”

Kon­an kaus ekki að tjá sig um hvers vegna menn­irn­ir hefðu ráðið þær í vinnu, né um pakkn­ing­una sem hún á að hafa opnað.

Byggja sig upp eft­ir erfiða lífs­reynslu

Spurð út í per­sónu­lega hagi sína sagðist kon­an vera í nokkr­um tólf spora sam­tök og vera í hluta­starfi. Þá sagðist hún vera að „byggja sig upp“ eft­ir erfiða lífs­reynslu.

Kon­an er einnig ákærð fyr­ir vopna­laga­brot vegna stungu­vopns sem fannst á heim­ili henn­ar í sept­em­ber á síðasta ári. Sagði hún það hafa verið skilið eft­ir heima hjá henni á tíma þar sem hún var sjálf í neyslu.

Hún sagðist ekki hafa losaði sig við hníf­inn en henni fannst vopnið flott. Hníf­ur­inn hefði ekki verið ætlaður til neins. Sagðist hún jafn­framt ekki hafa vitað að um vopna­laga­brot væri að ræða.

Efn­in til eig­in nota

Þá var komið að karl­manni á fimm­tugs­aldri.

Hann játaði vörslu tæp­lega 150 gramma af am­feta­míni og 10 gramma af kókaíni.

Hann lýsti því að hann hefði verið í „bullandi neyslu“ á síðasta ári.

Maður­inn sagðist vita lítið um skipu­lögðu brot­a­starf­sem­ina og hélt því fram að hann stundaði ekki fíkni­efna­sölu. Efn­in hefðu verið til eig­in nota.

Spurður af dóm­ara hvort þetta væri ekki mikið magn til eig­in nota. Sagði maður­inn að efn­in hefðu ekki dugað hon­um svo lengi. Hann hefði verið í mik­illi neyslu.

Skýrslu­tök­ur yfir sak­born­ing­un­um halda áfram í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert