Alls ekki einstrengingslegur í hugsun

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins er spurður að því í nýjasta þætti Spursmála hvort hann sé mjög einstrengingslegur í skoðunum. Hann þvertekur fyrir það.

Marteinn Lúther og Arnar Þór Jónsson.
Marteinn Lúther og Arnar Þór Jónsson. Samett mynd

Sjálfur Lúther nefndur til sögunnar

Á sama tíma nefnir hann til sögunnar einn einstrengingslegasta mann sem sagan kann frá að greina, sjálfan Martein Lúther, þýska munkinn sem þvingaði kaþólsku kirkjuna niður á hnén með fádæma hörku og ósveigjanleika á fyrri hluta 16. aldar.

Djúprikið er til

Orðaskiptin um þessar forvitnilegu vangaveltur má sjá í spilaranum hér að ofan. Þau eru hluti af viðtali sem vakið hefur mikla athygli en þar fullyrðir Arnar Þór meðal annars að djúpríki sé við lýði á Íslandi.

Viðtalið við Arnar Þór má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert