Höfuðpaurinn tekur á sig ólöglegan innflutning

Jón Ingi er hér til hægri á myndinni.
Jón Ingi er hér til hægri á myndinni. mbl.is/Karítas

Jón Ingi Sveins­son, höfuðpaur­inn í Sól­heima­jök­uls­mál­inu, ját­ar að hafa tekið þátt í að flytja inn rúm tvö kíló af kókaíni til lands­ins falið í pott­um með skemmti­ferðaskip­inu AI­DA­sol í apríl. Hann seg­ist hins veg­ar ekki hafa skipu­lagt brotið.

Þriðji dag­ur aðalmeðferðar máls­ins er í dag. Byrj­un dags­ins fór í skýrslu­tök­ur yfir þrem­ur mönn­um sem ákærðir eru fyr­ir skipu­lagða brot­a­starf­semi og stór­fellt fíkni­efna­laga­brot með því að hafa flutt inn kókaínið. Fjórði maður­inn, sem var um borð í skip­inu, hef­ur játað brotið.

Ann­ar mann­anna sem fór með skemmti­ferðaskip­inu frá Ham­borg í Hollandi lýsti því fyr­ir dómi að hann hefði ekki vitað að fé­lagi hans væri að flytja inn kókaínið. „Það var ekk­ert hlut­verk. Ég var bara farþegi,” sagði maður­inn á ein­um tíma­punkti.

Ákvað að slá til

Maður­inn er á fer­tugs­aldri. Faðir hans er einnig ákærður í mál­inu og kom fram fyr­ir dómi í gær.

Hann lýsti aðdrag­anda ferðar­inn­ar svo að fé­lagi hans hafi beðið sig um að koma með sér í ferðina í janú­ar.

Maður­inn var ný hætt­ur með kær­ustu sinni og ákvað að slá til. Þá sagðist hann vor­kenndi fé­laga sín­um sem vildi ekki fara einn.

Man lítið sem ekk­ert

Fé­lag­inn, sem hef­ur játað brotið, kom síðar fyr­ir dómi og bar fyr­ir sig minn­is­leysi og mik­il and­leg veik­indi. Hann væri á sterk­um geðlyfj­um.

Maður­inn sagðist ekki þekkja áður­nefnda mann og ekki vita hvernig þetta æxlaðist allt sam­an.

„And­leg veik­indi mín hafa leitt mig í mjög leiðin­leg­ar aðstæður og þetta er ein af þeim,“ sagði hann fyr­ir dómi.

Evr­ópureisa

Menn­irn­ir flugu til Madríd­ar á Spáni 1. apríl. Þar voru þeir í eina nótt áður en þeir tóku lest til Barcelona.

Hann sagði fé­laga sinn hafa farið út eitt kvöldið þar, en hann ekki nennt með. Fé­lag­inn hafi síðan komið til baka á hót­el­her­bergið með Ikea poka með pott­un­um. Maður­inn sagðist ekki hafa spáð meira í því.

Þaðan fóru þeir til Par­ís­ar og voru eina nótt. „Mæli ekki með Par­ís,“ sagði maður­inn fyr­ir dómi.

Þaðan fóru þeir til Ham­borg­ar þaðan sem skipið sigldi.

Maður­inn sagðist hafa spurt fé­laga sinn af hverju þeir fóru ekki beint til Ham­borg­ar og á fé­lag­inn að hafa sagst viljað fara í reisu.

Maðurinn í dómsal á mánudag.
Maður­inn í dómsal á mánu­dag. mbl.is/​Karítas

Elti hann eins og skugg­inn

Þegar skipið lagðist svo loks frá bryggju varð fé­lag­inn tauga­óstyrk­ur að sögn manns­ins. Hann hefði því grunað að hann væri í neyslu.

Þá fyrst vildi hann meina að hann grunaði að eitt­hvað ólög­legt væri í gangi.

Hann sagði fé­lag­ann hafa verið uppáþrengj­andi og elt hann um skipið eins og skuggi.

Maður­inn sagðist hafa viljað koma sér frá fé­lag­an­um eins fljótt og hann gæti.

Spurður af Karli Inga Vil­bergs­syni sak­sókn­ara hvenær grun­ur lædd­ist að hon­um sagðist maður­inn ekki muna dag­setn­ing­ar.

Maðurinn sagðist ekki hafa vitað af innflutningnum.
Maður­inn sagðist ekki hafa vitað af inn­flutn­ingn­um. mbl.is/​Karítas

Lög­regla stoppi hann alltaf

Skipið lagðist síðan við bryggju hér á landi 11. apríl.

Maður­inn fór þá frá borði á und­an fé­laga sín­um og sam­kvæmt máls­gögn­um átti hann í sam­skipt­um við hann þar sem hann sagði hon­um að toll­ur­inn og lög­regl­an hefðu stoppað hann.

Fyr­ir dómi sagði hann lög­reglu alltaf stoppa hann þegar hann kæmi til lands­ins.

Fyr­ir dómi sagðist fé­lag­inn hafa munað eft­ir blá Ikea pok­an­um og hafa sett hann inn í ein­hvern bíl. Fleira man hann ekki.

„Við spil­um þetta eft­ir hend­inni”

Sam­kvæmt máls­gögn­un­um átti maður­inn sam­skipti við Jón Inga. Meðal ann­ars sendi Jón Ingi skila­boðin: „Við spil­um þetta eft­ir hend­inni”, „Já hann fer frá borði með ekk­ert núna” og „Nei sjá­um hvort þeir stoppi hann líka“.

Maður­inn sagðist ekki muna sig eft­ir þessu né vilja tjá sig um aðra sak­born­inga.

Spurður af verj­anda sagði Jón Ingi mann­inn ekki hafa vitað af fíkni­efn­un­um.

Eng­inn haft áhrif á framb­urðinn

Í þriðju og síðustu skýrslu­töku Jóns Inga fyr­ir dómi sagðist hann kann­ast við aðild að þessu. Hann þver­tók fyr­ir að hafa skipu­lagt inn­flutn­ing­inn.

Maður­inn, sem játaði þát­töku sína, sagði í yf­ir­heyrslu lög­reglu í apríl að Jón Ingi væri skipu­leggj­and­inn. Fyr­ir dómi sagðist hann ekki muna eft­ir yf­ir­heyrsl­unni.

Hann sagði þó þá vera vini frá því þeir voru á sjó og Jón Ingi hjálpað hon­um í gegn­um tíðina, meðal ann­ars við að fara í meðferð.

Karl Ingi spurði hvort að ein­hver hefði haft sam­band við hann vegna framb­urðar hans fyr­ir dómi. Maður­inn svaraði neit­andi og sagðist hafa verið lokaður inn í fang­elsi.

„Bara haft sam­band“

Jón Ingi sagðist hafa komið að mál­inu er menn­irn­ir voru komn­ir um borð í skipið.

Þá sagðist hann hafa haldið að það ætti að flytja inn eitt og hálft kíló af kókaíni, ekki rúm tvö.

Spurður hver fékk hann inn í verkið neitaði Jón Ingi að svara. Hann sagði „bara haft sam­band“ við hann.

Spurður hvort hann vissi að fíkni­efn­in voru fal­in í pott­um svaraði Jón Ingi ját­andi.

Karl Ingi spurði hann þá hvernig hann vissi það. „Það var búið að segja mér það,” sagði hann fyr­ir dómi.

Jón Ingi í héraðsdómi í ágúst.
Jón Ingi í héraðsdómi í ág­úst. mbl.is/​Eyþór

Skuldaði ekki 10 millj­ón­ir

Karl Ingi bar und­ir Jón Inga sam­töl sem hann átti við ann­an sak­born­ing í lok árs 2023 um að fá ann­an mann­inn í verk­efni. Þeir hefðu þó haft áhyggj­ur af því að maður­inn væri í neyslu.

Maður­inn er sagður hafa skuldað Jóni Inga 10 millj­ón­ir króna. „Það er ekki rétt,” sagði Jón Ingi í dómsal.

Þá var hann spurður út í hljóðrit­an­ir á sím­töl­um hans í janú­ar þar sem hann seg­ist ætla senda mann­inn í ferð til að greiða upp skuld­ina.

Jón Ingi sagði hler­un­ina vera ólög­lega þar sem hann var stadd­ur í Dóm­in­íska lýðveld­inu.

Annað sím­tal sem hann á að hafa átt í mars þar sem Jón Ingi ræðir burðardýr sagðist hann ekki hafa átt. „Þetta er ekki ég,” sagði hann og sagðist ekk­ert vita um sím­talið.

Ræddu að koma efn­un­um í land

Karl Ingi bar und­ir Jón Inga sím­tal sem hann átti við mann­inn er hann var um borð í skip­inu.

„Við erum að ræða eitt­hvað að koma þessu í land,” sagði Jón Ingi í dómsal og sagðist taka það á sig „að hafa gert eitt­hvað ólög­legt“.

„Ég stýri alls ekki ferðinni,” sagði hann svo. 

Maður­inn um borð velti upp þeirri hug­mynd að koma kókaín­inu í land með Zodiac bát. Jón Ingi sagðist hafa hlustað á hann og sjálf­ur stungið upp á að maður­inn færi frá borði, ekki með neitt á sér, og myndi sjá hvað gerðist. „Hug­mynd sem ég kom með og hann prófaði þetta,“ sagði Jón Ingi. 

Átti að skipta efn­un­um

Maður­inn sem tók á móti kókaín­inu í landi og var hand­tek­inn með þau sagðist hafa vitað af inn­flutn­ing­in­um deg­in­um áður.

Hann viður­kenndi fyr­ir dómi á mánu­dag að hafa stundað smá­sölu fíkni­efna. Hann sagðist hins veg­ar ekki vera eig­andi kókaíns­ins.

„Mitt hlut­verk var ein­ung­is að nálg­ast þetta eina og hálfa kíló. Fara með og splitta upp í ein­ing­ar.“

Maðurinn í héraðsdómi á mánudag.
Maður­inn í héraðsdómi á mánu­dag. mbl.is/​Karítas

Maður­inn sagðist ekk­ert hafa vitað um efn­in, hvernig þau kæmu til lands­ins eða hversu lengi þau hefðu verið hér.

Þá sagðist hann að hann hefði ekki tekið þátt í inn­flutn­ing­in­um ef hann hefði vitað að um væri að ræða meira en eitt og hálft kíló. Hon­um skild­ist að hann gæti verið dæmd­ur til að sinna sam­fé­lagsþjón­ustu ef það væri magnið.

Vantaði pen­inga

Spurður af hverju hann tók þetta verk­efni að sér sagði maður­inn að um græðgi væri að ræða. Hann hefði vantað pen­inga.

Maður­inn lýsti því fyr­ir dómi að það hefði verið „þurrk­ur“ á land­inu í ein­hvern tíma.

Hann sagði inn­flutn­ing­inn ekki vera hluti af neinni skipu­lagðri brot­a­starf­semi og þetta ætti ein­ung­is að vera „one time thing“.

Því til rök­stuðning sagðist hann hafa keypt verk­færi sama dag til þess að brjóta upp pott­anna.

Í máls­gögn­un­um er að finna skjá­skot sem maður­inn sendi Jóni Inga þar sem hann var búið að setja upp aðstöðu til að brjóta upp pott­anna í Grafar­holti.

Aðgerð eft­ir hand­tök­una

Verj­andi manns­ins bað hann um að lýsa hand­tök­unni.

Maður­inn sagðist hafa séð „hala­rófu“ lög­reglu­bíla elta hann að heim­ili hans í Grafar­holti.

Grímu­klædd­ur sér­sveit­armaður hafi síðan rifið hann úr bíln­um. Hann sagði lög­reglu­menn­ina hafa verið „nokkuð marga“ og að þeir hafi tekið harka­lega á hon­um. Meðal ann­ars hafi hann fengið högg á höfuðið.

Þá sagði hann lög­regl­una hafa „mölvað“ upp hurðina hjá móður hans og rústað heim­ili henn­ar meðan hún var á Spáni þó hann hafi gefið þeim lykla. Hurðin hafi verið ónýt í lang­an tíma.

Hann sagði hand­tök­una hafa „fokkað upp“ hné hans og þá þurfi hann að fara í aðgerð í nóv­em­ber útaf áverka á brjóst­kassa sem hann hlaut.

Vill lifa heiðarlegu lífi

Maður­inn sagðist ekki geta beðið eft­ir að ljúka þess­um kafla af lífi sínu og segja skilið við þenn­an hóp fólk.

Hann sagðist hafa kynnst þeim í byrj­un árs 2023 eft­ir að hafa fallið eft­ir 10 ár af ed­rú­mennsku.

Maður­inn sagðist hafa gengið í gegn­um skilnað árið 2022, ætti tvö börn og væri með fulla for­sjá á öðru þeirra.

Spurður hvernig hann sæi framtíðina fyr­ir sér sagðist hann sækj­ast eft­ir þess­um tíu árum er hann var edrú. Hann vilji lifa góðu og heiðarlegu lífi.

Maðurinn segist vilja lifa heiðarlegu lífi.
Maður­inn seg­ist vilja lifa heiðarlegu lífi. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert