Lögregla „matað“ hana nöfnum

Frá héraðsdómi á mánudag.
Frá héraðsdómi á mánudag. mbl.is/Karítas

Vitni sem kom fram fyr­ir dómi í Sól­heima­jök­uls­mál­inu sagði lög­reglu hafa „matað“ hana af nöfn­um sak­born­ing­anna í mál­inu eft­ir að fíkni­efni fund­ust heima hjá henni. Hún hafi því tengt Jón Inga Sveins­son, höfuðpaur hóps­ins, fyr­ir slysni.

Sak­born­ing­arn­ir 15 eru grunaðir um inn­flutn­ing, vörslu, sölu og dreif­ingu fíkni­efna. Þrír hafa þegar játað sök.

Kon­an gaf skýrslu í fjar­fund­ar­búnaði, en fíkni­efn­in fund­ust á heim­ili henn­ar í apríl á þessu ári.

Hún sagði fyr­ir dómi að hún hafi keypt fíkni­efn­in með vini sín­um á Tel­egram.

Kon­an fór í skýrslu­töku hjá lög­reglu skömmu síðar. Fyr­ir dómi sagðist hún hafa verið illa up­p­lögð er hún var yf­ir­heyrð. Hún hefði búin að vera vak­andi í nokkra sól­ar­hringa og neytt am­feta­míns.

Sagðist hafa keypt efn­in af Jóni Inga

Í skýrslu­tök­unni sagðist hún hafa keypt fíkni­efn­in af Jóni Inga og und­ir­menn hans komið með þau til henn­ar.

Fyr­ir dómi sagðist hún ekk­ert vita af hverju hún hefði sagt það. Lög­regla hefði matað hana af nöfn­um sak­born­ing­anna og hún mögu­lega rugl­ast á Jóni Inga og nafni vin­ar síns.

Hún sagðist þó kann­ast við Jón Inga.

Vitna­skýrsl­ur í mál­inu halda áfram í dag, þar á meðal munu lög­reglu­menn bera vitni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert