Pottarnir límdir saman

Jón Ingi Sveinsson, höfuðpaur í málinu, í héraðsdómi í ágúst.
Jón Ingi Sveinsson, höfuðpaur í málinu, í héraðsdómi í ágúst. mbl.is/Eyþór

Lög­reglu­menn og aðrir sér­fræðing­ar báru síðast­ir vitni á þriðja degi aðalmeðferðar í Sól­heima­jök­uls­mál­inu. Þar á meðal var lög­reglumaður hjá tækni­deild lög­regl­unn­ar sem skoðaði potta sem komu með skemmti­ferðaskipi og inni­héldu kókaín.

Fjór­ir menn voru ákærðir fyr­ir inn­flutn­ing­inn og fóru þeir í skýrslu­tök­ur vegna brots­ins fyrr í dag. Einn þeirra hef­ur játað brotið. Nán­ar má lesa um hvað kom þar fram hér að neðan.

Boruðu í pott­ana

Fíkni­efn­in fund­ust í pott­un­um í blá­um Ikea–poka í aft­ur­sæti bíls. Maður­inn játaði í morg­un að hafa tekið við pok­an­um, en sagðist ekki vera eig­andi kókaíns­ins.

Lög­reglumaður­inn sem skoðaði efn­in sagði að borað hefði verið í pott­ana og duft komið út.

Hann sagði pott­ana hafa verið límda sam­an. Þeir hefðu litið út eins og þeir væru í heilu lagi, en við nán­ari skoðun reynd­ist botn þeirra þykk­ari en ella.

Hann sagði ljóst að pott­arn­ir hefðu ekki verið fram­leidd­ir í verk­smiðju eins og þeir voru.

Á morg­un munu fleiri lög­reglu­menn bera vitni. Aðalmeðferð máls­ins lýk­ur í byrj­un næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert