Pottarnir límdir saman

Jón Ingi Sveinsson, höfuðpaur í málinu, í héraðsdómi í ágúst.
Jón Ingi Sveinsson, höfuðpaur í málinu, í héraðsdómi í ágúst. mbl.is/Eyþór

Lögreglumenn og aðrir sérfræðingar báru síðastir vitni á þriðja degi aðalmeðferðar í Sólheimajökulsmálinu. Þar á meðal var lögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar sem skoðaði potta sem komu með skemmtiferðaskipi og innihéldu kókaín.

Fjórir menn voru ákærðir fyrir innflutninginn og fóru þeir í skýrslutökur vegna brotsins fyrr í dag. Einn þeirra hefur játað brotið. Nánar má lesa um hvað kom þar fram hér að neðan.

Boruðu í pottana

Fíkniefnin fundust í pottunum í bláum Ikea–poka í aftursæti bíls. Maðurinn játaði í morgun að hafa tekið við pokanum, en sagðist ekki vera eigandi kókaínsins.

Lögreglumaðurinn sem skoðaði efnin sagði að borað hefði verið í pottana og duft komið út.

Hann sagði pottana hafa verið límda saman. Þeir hefðu litið út eins og þeir væru í heilu lagi, en við nánari skoðun reyndist botn þeirra þykkari en ella.

Hann sagði ljóst að pottarnir hefðu ekki verið framleiddir í verksmiðju eins og þeir voru.

Á morgun munu fleiri lögreglumenn bera vitni. Aðalmeðferð málsins lýkur í byrjun næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert