„Miklu meira en bara yfirmaður”

Jón Ingi Sveinsson sést hér skýla andlitinu í Héraðsdómi Reykjavíkur …
Jón Ingi Sveinsson sést hér skýla andlitinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í ágúst. mbl.is/Eyþór

Lög­reglu­menn sem komu að rann­sókn Sól­heima­jök­uls­máls­ins báru vitni fyr­ir dómi í dag, á fjórða degi aðalmeðferðar máls­ins. Ljóst er að eft­ir­lit lög­reglu með meint­um glæpa­hópi stóð yfir í marga mánuði og var um­fangs­mikið. Sér­stök stjórn­stöð var sett upp í tengsl­um við rann­sókn­ina.

Sak­born­ing­arn­ir 15 eru grunaðir um inn­flutn­ing, vörslu, sölu og dreif­ingu fíkni­efna. Þrír hafa þegar játað sök.

Gögn máls­ins eru um 2.500 blaðsíður, þ.m.t. eru ýms­ar skýrsl­ur sem lög­regl­an ritaði. Þær voru born­ar und­ir lög­reglu­menn­ina sem báru vitni og varpað upp á skjá fyr­ir dómþing.

Í gögn­un­um mátti meðal ann­ars sjá sam­skipti á milli tveggja manna sem lög­regla tel­ur hafa verið hægri hend­ur Jóns Inga Sveins­son­ar, höfuðpaurs hóps­ins.

Þar tala þeir um að Jón Ingi eigi þrjár eða fjór­ar kær­ust­ur, en ein þeirra bjó í Dóm­in­íska lýðveld­inu. Jón Ingi var stadd­ur þar í landi í janú­ar á þessu ári. Þá hafði ann­ar þeirra áhyggj­ur af neyslu­mynstri Jóns Inga.

„Ansi mikið“ eft­ir­lit

Lög­reglumaður sem stýrði rann­sókn­inni sagði að eft­ir­lit með hópn­um hefði byrjað í októ­ber árið 2023 og lokið með aðgerðum lög­reglu í apríl.

Hann lýsti því fyr­ir dóm­in­um að eft­ir­litið hefði verið „ansi mikið“.

Í mál­inu ligg­ur fyr­ir fjöldi hljóðrit­ana á sam­töl­um sak­born­ing­anna. Ann­ar lög­reglumaður sem sá um hljóðrit­an­irn­ar sagði að í máls­gögn­um væri ein­ung­is brot af þeim gögn­um sem lög­regl­an sankaði að sér.

Lög­reglumaður­inn sem stýrði rann­sókn­inni sagði að tals­vert væri um sam­töl sem snertu á lífi fólks og ættu ekki heima í gögn­um saka­máls.

Lá yfir rann­sókn­inni dag og nótt

Lög­reglu­menn­irn­ir voru tals­vert spurðir af verj­end­um hvernig þeir gætu full­yrt hverj­ir áttu í sam­töl­un­um sem eru í gögn­um máls­ins.

Jón Ingi hef­ur meðal ann­ars harðlega mót­mælt að hafa tekið þátt í sím­tali um rúm­ar 16 millj­ón­ir króna sem var lagt hald á í Leifs­stöð.

Lög­reglumaður­inn sem ritaði upp hljóðrit­an­irn­ar sagði rann­sókn­ina hafa staðið yfir í marga mánuði og hann þekkti því radd­ir sak­born­ing­anna. Þá var tekið mið af því hvað var rætt um og það sett í sam­hengi við önn­ur sönn­un­ar­gögn.

Hann lýsti því að hann hefði legið yfir rann­sókn­inni dag og nótt í lang­an tíma.

Hann sagði að ef lög­regl­an væri ekki viss um hver talaði stæði „ónefnd­ur aðili“ í skýrsl­un­um eða viður­nefni. 

Þá sagði hann að sér­stak­ur tölvu­búnaður hefði ekki radd­greint upp­tök­urn­ar.

Vill hler­un­ina úr máls­gögn­un­um

Önnur hljóðrit­un sem á að hafa átt sér stað er Jón Ingi var í Dóm­in­íska lýðveld­inu í janú­ar hef­ur harðlega verið gagn­rýnd af hon­um og Björg­vini Jóns­syni, verj­anda hans.

Telja þeir hana vera ólög­lega, þar sem Jón Ingi var stadd­ur er­lend­is.

Lög­reglumaður­inn sem stýrði rann­sókn­inni sagði að all­ar aðgerðir lög­reglu færu fram á Íslandi og væru unn­ar í sam­vinnu við ákæru­svið Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Hann vildi ekki greina nán­ar frá starfs­hátt­um lög­reglu. Hann játaði þó að Jón Ingi hefði farið til út­landa nokkr­um sinn­um á meðan rann­sókn lög­reglu stóð yfir.

Jón Ingi er hér til hægri á myndinni.
Jón Ingi er hér til hægri á mynd­inni. mbl.is/​Karítas

Sam­kvæmt úr­sk­urði dóm­ara lá fyr­ir heim­ild til þess að koma fyr­ir hljóð- og upp­töku­búnaði, taka ljós­mynd­ir og hreyfi­mynd­ir á heim­ili Jóns Inga, og öðrum stöðum sem hann fundaði með sam­verka­mönn­um sín­um

Er Björg­vin þrýsti enn frek­ar á lög­reglu­mann­inn viður­kenndi hann að Jón Ingi hefði verið er­lend­is á meðan eitt­hvað af hler­un­um átti sér stað. Hann vildi ekki greina frá því hvernig hler­un­ar­búnaður hefði aflað þeirra gagna. Þá ít­rekaði hann að hann treysti ákvörðunum yf­ir­manna sinna á ákæru­sviðinu.

Í lok dags lagði Björg­vin fram bók­un þess efn­is að sækj­andi skyldi draga þessi gögn til baka úr máls­gögn­un­um. Karl Ingi Vil­bergs­son sak­sókn­ari sagði að það yrði ekki gert. Bók­un­in var engu að síður skjalfest.

Fylgd­ust með verk­stæðinu

„Fannst þetta svo­lítið skrýtið,” sagði lög­reglumaður­inn sem stýrði rann­sókn­inni um poka af 12 millj­ón­um króna sem var skil­inn eft­ir á verk­stæði Pét­urs Þórs Elías­son­ar, hægri hand­ar Jóns Inga, í Kópa­vogi.

Lög­reglumaður­inn lýsti því að eft­ir­lit hefði verið haft með verk­stæðinu á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu.

Er maður, sem hef­ur játað að hafa tekið við pen­ing­un­um, tók pok­ann af verk­stæðinu og keyrði með hann á brott ákvað lög­regla að stöðva hann, þar sem hann ók án öku­rétt­ar. Pen­ing­arn­ir fund­ust þá í aft­ur­sæti bíls­ins.

Þá sagði ann­ar maður í yf­ir­heyrslu lög­reglu að hann hefði farið með pok­ann að beiðni Jóns Inga á verk­stæðið. Hann neitaði hins veg­ar sök fyr­ir dómi.

Notuðu skemmti­ferðaskip

Varðandi aðdrag­anda þess að rann­sókn­in sprakk út, er hóp­ur­inn flutti inn kókaín falið í pott­um um borð í skemmti­ferðaskipi, sagði lög­reglumaður­inn sem stýrði rann­sókn­inni að ann­ar mann­anna sem voru um borð í skip­inu hefði farið tvisvar sum­arið 2023 í slíka ferð.

Lög­regl­an hefði fengið veður af því að menn­irn­ir tveir væru farn­ir út í apríl á þessu ári. Ekki mörg skip hefðu verið að sigla á þess­um árs­tíma svo að lög­regl­an hefði getað staðsett þá um borð í skip­inu AI­DA­sol. Gott eft­ir­lit hefði verið sett upp í tengsl­um við þetta.

För­in var tek­in fyr­ir í dómsal í gær. Jón Ingi játaði að hafa átt hlut í inn­flutn­ingn­um en sagðist ekki hafa stýrt hon­um.

Maður­inn sem á að hafa flutt efni áður með skemmti­ferðaskip­um sagðist fyr­ir dómi ekki hafa vitað að fé­lagi hans, sem var með hon­um um borð, hefði verið að flytja inn fíkni­efni. Hann hefði fyrst byrjað að gruna það er þeir komu um borð og fé­lag­inn varð tauga­óstyrk­ur.

Í skýrslu lög­reglu stóð: „Lög­reglu var á þeim tíma­punkti ljóst að hóp­ur­inn væri að nota skemmti­ferðaskip til að koma fíkni­efn­um til lands­ins, auk annarra leiða.”

Maðurinn sagðist ekki hafa vitað af innflutningnum. Hann hefði farið …
Maður­inn sagðist ekki hafa vitað af inn­flutn­ingn­um. Hann hefði farið í ferðina til að veita fé­laga sín­um fé­lags­skap. mbl.is/​Karítas

Upp­lýs­ing­ar frá föðurn­um

Áslaug Lára Lár­us­dótt­ir, verj­andi manns­ins, mót­mælti harðlega staðhæf­ing­um lög­reglu um að hann hefði áður flutt inn efni.

Hún spurði lög­reglu­mann­inn ít­rekað á hverju þessi full­yrðing væri byggð og af hverju sönn­un­ar­gögn­in fylgdu ekki gögn­um máls­ins.

Lög­reglumaður­inn sagði það vera byggt á sam­tali við föður manns­ins, en hann er einnig ákærður í mál­inu.

Áslaug spurði þá af hverju sam­talið væri ekki í máls­gögn­um. Lög­reglumaður­inn svaraði að hann myndi ekki al­veg hvers eðlis það sam­tal var eða hvernig það fór fram.

Spjallað um árs­hátíðarferð

Málið er nefnt eft­ir spjalli sem átta sak­born­ing­ar voru hluti af og var tengt við Sól­heima­jök­ul. Sam­kvæmt gögn­um lög­reglu var rætt um það í spjall­inu að hóp­ur­inn ætlaði í árs­hátíðarferð á jök­ul­inn. Í þessu til­tekna spjalli var ekki rætt um fíkni­efna­sölu.

Einn þeirra sem voru í þessu spjalli, en er ekki ákærður fyr­ir skipu­lagða brot­a­starf­semi né stór­fellt fíkni­efna­brot, er hinn maður­inn sem var um borð í skemmti­ferðaskip­inu.

Hann hef­ur játað brot sitt og sagðist fyr­ir dómi í gær ekki hafa verið alls­gáður er ferðin átti sér stað. Að eig­in sögn skuldaði hann Jóni Inga 10 millj­ón­ir króna í fíkni­efna­skuld.

Lög­reglumaður­inn sem stýrði rann­sókn máls­ins var spurður hvort maður­inn hefði fengið ein­hver vil­yrði fyr­ir að játa.

Lög­reglumaður­inn svaraði að dóm­ari gæti einn ákveðið hvort veita ætti af­slátt af refs­ingu fyr­ir játn­ingu. Lög­regl­an hefði ekk­ert með það að gera.

„Lög­regl­an er ekki að lofa ein­um né nein­um eitt,” sagði hann.

Frá dómsal er málið var þingfest í ágúst.
Frá dómsal er málið var þing­fest í ág­úst. mbl.is/​Eyþór

Vildi ekki fólk í neyslu

Í gögn­um máls­ins kom fram að Jón Ingi hefði greitt tveim­ur kon­um, sem eru sak­born­ing­ar í mál­inu, 300 þúsund krón­ur í laun á mánuði.

Í einu sím­tali er haft eft­ir Jóni Inga: „Málið er að maður er miklu meira en bara yf­ir­maður” og „maður er bara með ein­hvern svona hóp, og maður er bara svo mikið fyr­ir hlut­verkið, ég tek því bara eins og það er.”

Þá seg­ir í gögn­um máls­ins að hann hafi verið með sér­stak­an skuldal­ista.

Önnur kvennanna sem fengu 300 þúsund á mánuði í laun.
Önnur kvenn­anna sem fengu 300 þúsund á mánuði í laun. mbl.is/​Karítas

Svo virðist sem Jón Ingi hafi þó ekki viljað að fólk í neyslu starfaði fyr­ir sig vegna ótta um að það fólk gerði mis­tök eða stæli fíkni­efn­um.

Verj­andi manns sem lýsti því fyr­ir dómi að hann hefði verið í „bullandi neyslu“ vakti at­hygli á þessu í vitna­skýrsl­um dags­ins.

„Pen­ingamaður­inn“

Einn lög­reglu­mann­anna ritaði skýrslu um hlut­verk sak­born­ing­anna í starf­sem­inni.

Þar sagði um Jón Inga: „stýrði hópn­um, greiðir laun, stýr­ir inn­flutn­ingi fíkni­efna, stýr­ir sölu­mönn­um. Ræður starfs­fólk í vinnu og seg­ir fólki upp ef það er ekki að standa sig“.

Þá er farið yfir hlut­verk hinna sak­born­ing­anna, sem voru í flest­um til­fell­um að af­henda fíkni­efni, pakka þeim, geyma þau, hafa yf­ir­sjón yfir lag­er, rukka fólk o.fl.

Einn maður er nefnd­ur „pen­ingamaður­inn”, þar sem hann sá um að sækja fjár­muni og send­ast með þá.

Ann­ar sá um að skipta gjald­eyri fyr­ir hóp­inn. Hann sótti fjár­muni og átti að skipta í er­lenda mynt og fá þókn­un fyr­ir. Hann hef­ur játað sök.

„Þetta er búið”

Í lok dags var fjallað um hand­töku sak­born­ings sem tók við kókaín­inu sem kom með skemmti­ferðaskip­inu.

Hann lýsti henni sem harka­legri. Hann hefði meiðst á hné og brjóst­kassa. Þá hefði sími hans verið skoðaður án heim­ild­ar.

Einn lög­reglumaður sagðist hafa heyrt mann­inn segja er hann var spurður hvað væri í pott­un­um: „Þið vitið það jafn­vel og ég“ og „þetta er búið”.

Málflutningurinn mun taka marga klukkutíma.
Mál­flutn­ing­ur­inn mun taka marga klukku­tíma. mbl.is/​Karítas

Lög­reglumaður sem tók farsíma manns­ins sagðist hafa spurt sak­born­ing­inn um leyn­i­núm­er sím­ans. Hann hefði muldrað eitt­hvað. Lög­reglumaður­inn hefði þá beint sím­an­um að mann­in­um og spurt hann hvort þetta væri sím­inn hans. Við það hefði sím­inn opn­ast með and­lits­grein­ingu.

Lög­reglumaður­inn sagðist hafa tekið sím­ann inn í bíl og vistað skila­boð manns­ins á Signal. Ljóst væri að þau myndu glat­ast ef hann gerði það ekki.

Lög­reglumaður­inn viður­kenndi að ekki hefði legið fyr­ir heim­ild til að opna sím­ann eða rann­saka hann á þess­um tíma­punkti en að gögn hans hefðu ekki verið rann­sökuð fyrr en sú heim­ild lá fyr­ir.

Í skýrslu lög­reglu stóð: „Það var mat lög­reglu að leit þoldi ekki bið sök­um þessa.”

Lög­reglumaður­inn sagði að vitað væri að hóp­ur­inn notaði mjög stutt­an „eyðing­ar­tíma” á Signal, þ.e.a.s. skila­boð eydd­ust sjálf­krafa eft­ir nokkr­ar klukku­stund­ir.

Mál­flutn­ing­ur sækj­anda og verj­anda í Sól­heima­jök­uls­mál­inu hefst á mánu­dag og lýk­ur að öll­um lík­ind­um á þriðju­dag.

Maðurinn lýsti handtökunni sem harkalegri.
Maður­inn lýsti hand­tök­unni sem harka­legri. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert