Evrópa á tímamótum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Karítas

Eitt af því helsta sem forsætisráðherrar Norðurlandanna ræddu á fundi sínum í vikunni voru þær sameiginlegu áskoranir sem steðja að öllum ríkjunum, þar á meðal hvernig ætti að bregðast við stórauknum fjölda hælisleitenda.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að Norðurlöndin og Evrópa öll standi nú á miklum tímamótum. Segir Bjarni að ráðherrarnir hafi rætt nýjan Evrópusáttmála sem á að samhæfa aðgerðir Evrópusambandsins og Schengen-svæðisins í þessum efnum, en að einnig hafi verið rætt hvernig stöðva mætti þennan mikla flótta til Norðurlanda og hvernig tryggja mætti ytri landamæri ESB í heild.

Bjarni segir jafnframt að málin séu ofarlega á baugi í öllum norrænu ríkjunum og að það sé fásinna að halda því fram að við glímum ekki við sama vandamál hér.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka