Færri jólabjórar koma til byggða í ár

Sala er hafin á jólabjórnum.
Sala er hafin á jólabjórnum. mbl.is/Hari

Sala á jóla­bjór er haf­in í Vín­búðum ÁTVR og öðrum út­sölu­stöðum, svo sem hjá ör­brugg­hús­um og net­versl­un­um. Í dag er sjálf­ur J-dag­ur­inn sem þýðir að klukk­an 20.59 hefst sala á Tu­borg-jóla­bjórn­um á bör­um og veit­inga­hús­um.

Alls verða 84 teg­und­ir jóla­bjórs til sölu í Vín­búðunum að þessu sinni, að því gefnu að all­ar vör­ur skili sér frá fram­leiðend­um í hill­ur versl­ana. Dæmi eru um að fram­leiðend­ur breyti áform­um sín­um á síðustu stundu eða vör­ur stand­ist ekki gæðakröf­ur. Af bjór­teg­und­un­um 84 eru 68 ís­lensk­ar en 16 er­lend­ar. Þetta er um­tals­verð fækk­un frá fyrri árum.

Graf/​mbl.is

Eins og sjá má á meðfylgj­andi grafi náðu vin­sæld­ir jóla­bjórs­ins há­marki á covid-tím­an­um. Bæði fór sal­an í hæstu hæðir en teg­und­um fjölgaði sömu­leiðis til muna. Teg­und­um fækk­ar nú þriðja árið í röð og er fjöld­inn svipaður og var fyr­ir covid.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert