Lát hjóna í Neskaupstað: Gæsluvarðhald framlengt

Einn maður er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað …
Einn maður er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað hjónunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í heimahúsi í Neskaupstað í ágúst hefur verið framlengt til 29. nóvember en gæsluvarðhald mannsins átti að renna út í dag.

Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við mbl.is.

Hann segir að rannsókn málsins sé nánast lokið að hálfu lögreglunnar. Enn sé þó beðið eftir nokkrum gögnum en fljótlega verði málið framsent til ákærusviðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka