Lögreglan handtók 13 ára barn

Þrettán ára drengur var handtekinn á mótmælum við Stjórnarráðið á föstudaginn. Myndskeið af handtökunni sýnir lögreglu ganga harkalega fram gegn drengnum. 

Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá aðgerðadeild lögreglunnar, staðfesti við RÚV að einstaklingur undir lögaldri hefði verið handtekinn fyrir eignaspjöll og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Barnavernd hefði verið kölluð til og samband haft við foreldra drengsins.

Málið er enn í rannsókn samkvæmt lögreglu en ekki liggur …
Málið er enn í rannsókn samkvæmt lögreglu en ekki liggur fyrir hvort drengurinn verði ákærður. Samsett mynd

Þá sagði hann við Rúv að málið hefði ekki ratað á borð nefndar um eftirlit með störfum lögreglu enn sem komið er.

Málið er enn í rannsókn samkvæmt lögreglu en ekki liggur fyrir hvort drengurinn verður ákærður.

Setur hné á bak drengsins

Í myndskeiðinu má sjá lögregluþjón grípa í drenginn sem stendur og veifar Palestínufána. Er drengurinn lagður á magann á jörðina með hendur fyrir aftan bak og setur lögregluþjónninn hné á bak hans.

Mótmælendur komu saman fyrir utan Stjórnarráðið á föstudaginn í síðustu viku til að mótmæla framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu og í Líbanon.

Mótmæltu þeir einnig ummælum utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok september, þar sem hún kvaðst hafa séð gögn um að verið væri að nota sjúkrahús á Gasa undir starfsemi sem gerði það að verkum að þau gætu misst friðhelgi sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert