Svandís segir Bjarna hafa sagt ósatt

Svandís Svavarsdóttir formaður VG segir að mikið óyndi hafi verið í Sjálfstæðisflokknum um langt skeið, þegar litið sé yfir þann tíma sem flokkarnir unnu saman í ríkisstjórn. Það hafi verið mikil spenna innan flokksins um stjórnarsamstarfið, raunar allt frá fyrra kjörtímabilinu sem starfið varði.

Greinar gegn sér

„2018 voru þingmenn að skrifa greinar gegn mér sem heilbrigðisráðherra innan úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Í fyrra fórum við að sjá greinar og viðtöl þar sem einstaka þingmenn voru að tala um að nú væri nóg komið eða að tími málamiðlana væri nú liðinn.“

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Svandísi á vettvangi Spursmála sem aðgengilegt er á mbl.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

VG reyndist einnig óþægur ljár í þúfu

Í viðtalinu er henni bent á að samstarf flokkanna hafi raunar hafist á því að tveir þingmenn VG hafi neitað að styðja ríkisstjórnina og þá með vísan til samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn.

Segir Svandís að þegar Katrín Jakobsdóttir hvarf af vettvangi stjórnmálanna hafi orðið ljóst að miklar breytingar yrðu í vændum. Bjarni Benediktsson hafi tekið við embætti forsætisráðherra og „þegar Bjarni tekur við verður okkur það fljótlega ljóst að það er honum um megn að halda flokknum saman. Vandi Bjarna er það í raun og veru og við sjáum það kristallast í þessum aðdraganda og það er í raun og veru ákveðinn endurómur af árinu 2017 að honum er ekki sérstaklega lagið að leiða saman ólík sjónarmið eða halda fólki við borðið eða að tala fólk saman eða að tala það saman til niðurstöðu,“ segir Svandís.

Hún segir það alrangt sem haldið hefur verið fram að VG hafi gengið á bak orða sinna gagnvart Bjarna þegar kom að afgreiðslu útlendingamála. Einvörðungu hafi verið í gildi samkomulag um að fylgja eftir fyrirliggjandi stjórnarsáttmála.

Svandís Svavarsdóttir er gestur Spursmála að þessu sinni.
Svandís Svavarsdóttir er gestur Spursmála að þessu sinni. mbl.is/María Matthíasdóttir

„Lokaðar varðhaldsbúðir“

„Síðan varð það sjálfstæðismönnum ofar í huga að koma upp lokuðum varðhaldsbúðum fyrir flóttafólk heldur en að sinna inngildingu eða aðlögun fólks af erlendum uppruna. Og það varð slíkt áherslumál að Sjálfstæðisflokkurinn í rauninni lét steyta á því ásamt öðrum málum og hélt því síðan fram að þetta hefði snúist um að við hefðum gengið á bak orða okkar þegar það var raunar þannig að ég sagði það að við gætum ekki fellt okkur við þessar varðhaldsbúðir, að Guðmundur Ingi hafði sagt það líka og raunar hafði Katrín Jakobsdóttir líka látið það koma fram í samskiptum við hina flokkana,“ segir Svandís.

Viðtalið við Svandísi Svavarsdóttur má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert