Erfiðlega gekk að setja fund í borgarstjórn

Foreldrar og börn fjölmenntu á áhorfendapalla í ráðhúsinu í dag.
Foreldrar og börn fjölmenntu á áhorfendapalla í ráðhúsinu í dag. mbl.is/Karítas

Erfiðlega gekk að setja borgarstjórnarfund í hádeginu í dag þar sem foreldrar og börn á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík, voru mætt á áhorfendapallana til að krefjast þess að samið yrði við kennara sem fyrst.

Drafnarsteinn er eini leikskólinn í Reykjavík þar sem leikskólakennarar eru í verkfalli og hefur leikskólinn verið alfarið lokaður í viku. Samtals eru leikskólakennarar á fjórum leikskólum á landinu í ótímabundnum verkföllum.

Rökkvi Aviv, Ragnar Spói, Birnir og Ísólfur slógu taktinn í …
Rökkvi Aviv, Ragnar Spói, Birnir og Ísólfur slógu taktinn í ráðhúsinu í dag. mbl.is/Karítas

„Ég vil fara í leikskólann“

Foreldar og börn byrjuðu á því að syngja lagið í Leikskóla er gaman fyrir borgarstjórn áður en fundur var settur, en hófu svo að kalla fram í þegar tilraun var gerð til að setja fundinn. 

„Ég vil fara í leikskólann, ég vil fara í leikskólann,“ var hrópað ítrekað. 

Þegar vísa átti hópnum út lásu foreldrar borgarstjórn pistilinn og kröfðust þess að samið yrði við kennara og þeim greidd laun í samræmi við menntun og ábyrgð.

mbl.is/Karítas

Gagnrýna framkvæmd verkfalla

Verkföll hófust í samtals níu skólum á þriðjudaginn í síðustu viku; fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistastarskóla. Foreldrar barna í þessum skólum hafa gagnrýnt Kennarasambands Íslands fyrir framkvæmdina og segja börnum sínum mismunað. Umboðsmaður barna hefur tekið undir þessa gagnrýni

mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert