Græni punkturinn ekki til marks um lágvöruverð

Finna má 230 af þeim vörum sem merktar eru með …
Finna má 230 af þeim vörum sem merktar eru með grænum punktum í Bónus. Af þeim voru 80 meira en 10% dýrari í Kjörbúðinni og 33 liðlega fjórðungi dýrari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vör­ur merkt­ar græn­um punkti og þá sagðar vera á lág­vöru­verði í Kjör­búðinni eru allt að helm­ingi dýr­ari en í Bón­us og Prís.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá verðlags­eft­ir­liti Alþýðusam­bands Íslands en á vef Kjör­búðar­inn­ar er því haldið fram að vör­ur merkt­ar græna punkt­in­um séu á sam­bæri­legu verði og í lág­vöru­versl­un­um.

Nær 10-11 en Bón­us í verði

Finna má 230 af þeim vör­um sem merkt­ar eru með græn­um punkt­um í Bón­us. Af þeim voru 80 meira en 10% dýr­ari í Kjör­búðinni og 33 liðlega fjórðungi dýr­ari.

Dæmi er um að verð sé allt að 47% og má í því sam­hengi nefna MS Óskajóg­úrt með mel­ónu­kokteil.

Bent er á í til­kynn­ingu að í því til­felli sé verðið nær verði 10-11 held­ur en Bón­us.

Einnig má nefna 500 ml flösku af Bon­Aqua sem var 37% dýr­ari í Kjör­búðinni held­ur en í Bón­us og Ísey skyr með blá­berja- og hind­berja­bragði sem var 38% dýr­ara.

Eft­ir­litið skoðaði einnig sam­an­b­urð á milli Kjör­búðar­inn­ar og Prís. Finna mátti 160 vör­ur hjá Prís sem merkt­ar eru með græn­um punkti hjá Kjör­búðinni og voru þar af 89 þeirra 10% dýr­ari.

Skoðuðu um 800 vör­ur

Í til­kynn­ingu seg­ir að síðustu þrjá mánuði hafi Kjör­búðin verið um 30% dýr­ari en ódýr­asta versl­un­in. Vör­ur merkt­ar græn­um punkti voru aft­ur á móti nær ódýr­ustu versl­un­um en engu að síður að meðaltali 16% dýr­ari en í Prís og 11% dýr­ari en í Bón­us.

Könn­un­in var fram­kvæmd föstu­dag­inn 1. nóv­em­ber í Kjör­búðinni, 2. nóv­em­ber í Prís og í Bón­us 2. og 3. nóv­em­ber.

Skoðuð voru verð á 800 vör­um merkt­um græn­um punkti hjá Kjör­búðinni og þær born­ar sam­an við liðlega 3.500 vör­ur í Bón­us og 2.500 vör­ur í Prís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert