Hljóðmúrinn, listaverk Ásmundar Sveinssonar sem áður stóð við Icelandair Hotel Reykjavik Natura, hefur verið flutt að aðalstöð Icelandair í Hafnarfirði.
Hljóðmúrinn er þriðja útilistaverkið eftir Ásmund sem sett hefur verið upp í Hafnarfirði og fyrsta útilistaverkið sem sett er upp í Vallahverfinu.
Í greinargerð Listasafns Reykjavíkur um verkið segir að Hljóðmúrinn sé innri sýn listamannsins, sem þó hafi vísun í samtímann, tengist hugmyndum um flugið, tæknina og geimöldina sem á þessum tíma opnaði manninum nýjar og áður óþekktar víddir í tilverunni.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.