Sjá mikinn viðsnúning og ætla ekki að skerða þjónustu

Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og …
Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir í Borgartúni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég myndi segja að áskor­an­irn­ar í rekstri borg­ar­inn­ar og sveit­ar­fé­laga al­mennt séu þetta ytra efna­hags­lega um­hverfi sem við erum að glíma við öll, verðbólga og vext­ir,“ svar­ar Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri spurður hvar áskor­an­irn­ar í rekstri borg­ar­inn­ar liggja.

Ein­ar seg­ir í sam­tali við mbl.is að mik­ill viðsnún­ing­ur sé í rekstri borg­ar­inn­ar, en á sama tíma verði þjón­usta ekki skert. Viðhaldsátaki skóla­bygg­inga verði haldið áfram og ekk­ert hik sé í áform­um um nýja þjóðar­höll. Þó á eft­ir að sjá hvort ný þjóðhags­spá Hag­stof­unn­ar hafi áhrif á áætlan­irn­ar, en ný spá jók áætlaðan halla rík­is­sjóðs um­tals­vert.

Meiri­hlut­inn kynnti fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir 2025 og áætl­un fyr­ir fimm ára tíma­bilið til 2029 í Borg­ar­túni í há­deg­inu í dag.

Mikl­ir hags­mun­ir að stöðug­leiki ná­ist 

Gert er ráð fyr­ir 1,7 millj­arða króna rekstr­araf­gangi á A-hluta borg­ar­inn­ar 2025. Útkomu­spá sýn­ir rekstr­araf­gang upp á ríf­lega hálf­an millj­arð króna á þessu ári og áætlan­ir gera ráð fyr­ir að rekst­ur borg­ar­inn­ar batni enn frek­ar næstu fimm árin.

Ein­ar seg­ir það mikla hags­muni fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in að það ná­ist meiri stöðug­leiki í efna­hags­mál­um.

Þjóðar­höll­in enn á áætl­un 

„Hvað varðar rekst­ur borg­ar­inn­ar þá erum við að sjá mik­inn viðsnún­ing. Við erum að sjá núna í fyrsta skipti í svo­lít­inn tíma af­gang af rekstri aðalsjóðs,“ seg­ir Ein­ar og nefn­ir að upp­haf kjör­tíma­bils­ins hafi verið dá­lítið bratt þegar kem­ur að fjár­mál­un­um.

Hann seg­ir að vext­ir og verðbólgu­skot hafi haft mik­il áhrif á rekst­ur borg­ar­inn­ar, auk eft­ir­stöðva heims­far­ald­urs­ins.

„Þannig að við vor­um í tæp­lega 16 millj­arða halla á ár­inu 2022. Náðum því niður um 10 millj­arða í fyrra og erum að ná að skila af­gangi á þessu ári sam­kvæmt út­komu­spá.“

Ein­ar seg­ir að fjár­hags­áætl­un­in sem lögð er fram fyr­ir næsta ár beri með sér að skila 1,7 millj­arði í af­gang og tæp­lega 15 millj­örðum hjá sam­stæðunni.

„Þetta sýn­ir bara það að ábyrg­ur rekst­ur, vandaðar áætlan­ir og mikið aðhald inn á við skil­ar því að við get­um náð þess­um viðsnún­ingi án þess að skerða þjón­ustu og þvert á móti þá erum við að bæta þjón­ustu um leið. Við erum líka að fjár­festa á sama tíma,“ seg­ir hann og nefn­ir áfram­hald­andi fjár­fest­ingu í innviðum fyr­ir ný hverfi, íþrótta­mann­virkj­um, grunn­skól­um og leik­skól­um.

Ein­ar seg­ir að ekk­ert hik sé í áætl­un­um um bygg­ingu nýrr­ar þjóðar­hall­ar, sem dreg­ist hef­ur mikið á lang­inn.

Upp­lifi ekki þjón­ustu­skerðingu 

Í kynn­ing­unni kom fram að lögð yrði áhersla á hagræðingu og sjálf­bær­an rekst­ur. Þýðir það niður­skurður?

„Við erum alltaf að leita hagræðinga­tæki­færa, þ.e.a.s. hvaða aðgerða get­um við gripið til til þess að bæði auka skil­virkni, en líka draga úr kostnaði. Við nálg­umst þetta alltaf út frá því að tryggja það að íbú­inn þurfi ekki að upp­lifa þjón­ustu­skerðingu, og það er okk­ur að tak­ast.“

Ein­ar seg­ir það skipta máli að vera með aðhald í ráðning­um og fylgj­ast vel með þeim.

„Af því þetta er stór vinnustaður og fjöl­menn­ur og marg­ar starfs­stöðvar – að við séum með rétta mönn­un á hverj­um stað. Það er mjög fljótt að koma ef að við höld­um góðri yf­ir­sýn og þéttu aðhaldi þegar kem­ur að ráðning­um.“

Rýna í nýja þjóðhags­spá 

Spurður hvort að áætl­un­in sé gerð eft­ir nýrri þjóðhags­spá Hag­stof­unn­ar svar­ar Ein­ar að unnið hafi verið að áætl­un­inni um nokk­urra mánaða skeið en nýja spá­in birt­ist í gær.

Í kjöl­far nýju þjóðhags­spár­inn­ar kynnti fjár­málaráðuneytið upp­færðar töl­ur fyr­ir fjár­laga­frum­varp næsta árs og er þar nú gert ráð fyr­ir að hall­inn verði 17 millj­örðum meiri en áætlað var þegar frum­varpið var lagt fram í sept­em­ber.

Sam­kvæmt henni er  er út­lit fyr­ir að hag­vöxt­ur á þessu ári verði aðeins 0,1%. Er það tals­vert minni hag­vöxt­ur en Hag­stof­an hafði spáð fyrr á ár­inu, en í júní spáði Hag­stof­an 0,9% hag­vexti á ár­inu og í apríl var gert ráð fyr­ir 1,5% hag­vexti.

Ein­ar seg­ir að áætl­un­in sem kynnt var í dag miði við eldri hagspána. „Við höf­um miðað við eldri hagspá, en á milli umræðna þá mun­um við rýna í það hvort að nýja hagspá Hag­stof­unn­ar muni hafa áhrif til breyt­inga á frum­varpið, og tök­um það inn þá 3. des­em­ber þegar við ræðum þetta í seinni umræðu.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert