Gæsluvarðhald framlengt vegna árásarmáls á Vopnafirði

Frá Vopnafirði.
Frá Vopnafirði. mbl.is/Jón Sigurðsson

Gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um alvarlega líkamsárás gagnvart fyrrum sambýliskonu á Vopnafirði um miðjan október hefur verið framlengt til til 26. nóvember.

Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við mbl.is en maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. október til 4. nóvember. Kristján segir að rannsókn málsins miði vel og sé langt komin.

Í síðustu viku var gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri til bana í Neskaupstað í ágúst framlengt til 29. nóvember.

Kristján Ólafur segir að enn sé beðið gagna að utan og um leið og þau berist ætti rannsókn málsins að ljúka og í framhaldinu verði það sent til héraðssaksóknara til frekari meðferðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert