Það verður suðlæg átt í dag, allhvöss eða hvöss norðantil fram eftir morgni, annars mun hægari.
Víða verður bjart, en stöku skúrir vestanlands. Hiti verður á bilinu 1 til 8 stig. Austlægari átt verður síðdegis og þykknar upp. Hvessir í kvöld og fer að rigna, fyrst sunnan heiða.
Á morgun verða sunnan 15 til 23 metrar á sekúndu og rigning, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. Suðvestan stormur eða rok verða norðan heiða síðdegis,en talsvert hægari syðra. Dregur úr vætu og kólnar.
Varað er við skriðuhættu á Vestur- og Suðurlandi næstu daga vegna úrkomu.