Tilkynnt var um umferðarslys í Breiðholti. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók á staur. Engin meiðsli urðu á fólki.
Einn maður var handtekinn í Breiðholti fyrir að selja meint fíkniefni. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 46 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.
Fjórir ökumenn voru stöðvaðir, þar af einn grunaður um ölvun í akstri í Breiðholti og annar grunaður um akstur undir áhrifum í fíkniefna í Grafarvogi.