Samband ungra Framsóknarmanna ætlar að opna kosningamiðstöð fyrir ungt fólk á Bankastræti 5 þar sem skemmtistaðurinn B5 var áður til húsa.
Kosningamiðstöðin mun opna á föstudagskvöld klukkan 20.
Í tilkynningu frá ungum Framsóknarmönnum segir að stefnt sé að því að hafa opið alla daga fram að kosningum þar sem ungir Framsóknarmenn vilja bjóða ungu fólki upp á samastað fyrir kosningarnar til þess að ræða um stjórnmál og pólitík.
„Það verður ekki gerð krafa um lopapeysur í hurðinni fyrst um sinn en þó er aldrei að vita nema við sláum upp lopapeysuballi þegar að nær dregur kosningum,“ er haft eftir Gunnari Ásgrímssyni, formanni Sambands ungra Framsóknarmanna.