Tilkynnt var um hópslagsmál við skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Tveir voru handteknir á vettvangi og er málið nú í rannsókn hjá lögreglu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun.
Einnig var tilkynnt um slagsmál við annan skemmtistað í miðbænum en reyndust þau þó vera minni háttar.
Þá var einn handtekinn sem er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna í miðbænum og var aðilinn vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar máls.
Einnig var tilkynnt um skemmdir á bifreið í miðbænum þar sem búið var að skera á dekk bifreiðarinnar og þá voru tveir ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Tilkynnt var um innbrot í Árbænum og er málið nú í rannsókn.
Þá kom upp eldur í vörubifreið í Grafarvogi þar sem kalla þurfti út slökkvilið sem kom og slökkti eldinn.