Trúir að Grindavík geti byggst upp

Eiríkur Óli Dagbjartsson var í þann mund að pakka og …
Eiríkur Óli Dagbjartsson var í þann mund að pakka og fara frá Grindavík 10. nóvember þegar ljósmyndari blaðsins kom við. Morgunblaðið/Eyþór

Dag­ur­inn og kvöldið 10. nóv­em­ber rifjast auðveld­lega upp fyr­ir Ei­ríki Óla Dag­bjarts­syni, út­gerðar­manni hjá Þor­birni í Grinda­vík, er blaðamaður ræðir aft­ur við hann tæp­lega ári síðar.

Eyþór Árna­son ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins var á ferðinni í Grinda­vík þetta kvöld og hafði litið inn til Ei­ríks og fjöl­skyldu þegar þau voru í þann mund að pakka til þess að fara til dótt­ur sinn­ar á Sel­fossi yfir helg­ina. Þá voru læt­in í jarðskjálftun­um orðin of mik­il fyr­ir þau. Blaðamaður hringdi stuttu seinna í hann og ræddi við hann um brott­för­ina.

„Við töld­um okk­ur vera ýmsu vön en það sem við upp­lifðum núna í kvöld er bara á öðrum skala. Þetta eru svo þung­ir og kröft­ug­ir skjálft­ar. Það er varla nokk­ur tími á milli þeirra,“ sagði Ei­rík­ur þetta kvöld við blaðamann.

Fluttu aft­ur heim í júlí

Hvað tók við eft­ir að við spjölluðum síðast?

„Ja, það tóku við þrír dá­sam­leg­ir dag­ar hjá yngstu dótt­ur okk­ar og fjöl­skyldu henn­ar á Sel­fossi. Svo feng­um við lánað veiðihús hjá kunn­ingj­um okk­ar í ein­hverj­ar þrjár, fjór­ar vik­ur. Svo var vet­ur kon­ung­ur far­inn að minna svo­lítið óþægi­lega á sig,“ seg­ir Ei­rík­ur. Hann og eig­in­kona hans voru þá bæði að vinna á höfuðborg­ar­svæðinu og fengu íbúð leigða á Kárs­nesi.

„Við vor­um þar svona meira og minna þangað til 1. júlí á þessu ári og þá flutt­um við aft­ur heim til Grinda­vík­ur og höf­um verið þar síðan,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Frá Grindavík í dag, ári eftir hamfarirnar.
Frá Grinda­vík í dag, ári eft­ir ham­far­irn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Stöðugur titr­ing­ur

Spurður að því hvernig hann líti til baka á 10. nóv­em­ber í fyrra seg­ir Ei­rík­ur að þetta hafi verið óþægi­leg­ur dag­ur.

„Það voru bara stöðugir jarðskjálft­ar,“ rifjar hann upp. „Al­veg stöðugur titr­ing­ur, en þó ekki þannig að maður væri eitt­hvað skít­hrædd­ur, en mér er ekk­ert vel við jarðskjálfta. Við vor­um bara tveir eft­ir í vinn­unni, niðri í Þor­birni, ég og koll­egi minn, og við vor­um svona annað slagið að bera sam­an bæk­ur okk­ar eft­ir því sem leið á þenn­an föstu­dag. Við vor­um nú svona sam­mála um að þetta væri nú að verða hel­víti kröft­ugt.

Svo hringdi kon­an mín og spurði hvort ég gæti ekki farið að hætta í vinn­unni. Það var ör­ugg­lega rétt komið fram yfir kaffi. Hún sagði að við þyrft­um að bruna inn í Costco og kaupa vinn­inga. Hún var að fara að halda jóla­bingó hjá kven­fé­lag­inu, hún er formaður kven­fé­lags­ins. Svo­leiðis að ég dreif mig bara heim og við brunuðum inn eft­ir.

Þegar við vor­um búin að af­greiða það er­indi og vor­um á leiðinni heim þá hringdi tengda­son­ur okk­ar og sagði okk­ur að við skyld­um alla­vega gleyma því að koma Grinda­vík­ur­veg­inn því hann var far­inn í sund­ur.“

Kvöld­mat­ur­inn dansaði

„Við vor­um ekk­ert á því að játa okk­ur sigruð og brunuðum út í Kefla­vík og þaðan út á Reykja­nes og fór­um þá leiðina inn í Grinda­vík. Við borðuðum kvöld­mat­inn sem við keypt­um þarna í Costco og þá dansaði eig­in­lega bara kvöld­mat­ur­inn á borðinu. Þetta var orðið al­veg með ólík­ind­um.

Svo ein­hvern tím­ann seinna um kvöldið þá játuðum við okk­ur bara sigruð. Við urðum að koma okk­ur út úr bæn­um því ann­ars mynd­um við ekki sofa neitt, eins og þetta var orðið,“ seg­ir Ei­rík­ur. Sem fyrr seg­ir lá leið þeirra til Sel­foss, síðan á Kárs­nes áður en þau sneru aft­ur til Grinda­vík­ur.

Ei­rík­ur seg­ir að það hafi verið dá­sam­legt að geta snúið aft­ur heim, heim til Grinda­vík­ur. Lífið er þó ekki al­veg eins og það var áður í Grinda­vík, því lítið af þeirra fólki er í bæn­um.

Ítar­lega er fjallað um nátt­úru­ham­far­irn­ar í sér­blaðinu 10. nóv­em­ber sem kom út í gær, laug­ar­dag.  

24 síðna sérblað fylgir Morgunblaðinu þar sem fjallað er um …
24 síðna sér­blað fylg­ir Morg­un­blaðinu þar sem fjallað er um ham­far­irn­ar 10. nóv­em­ber, upp­lif­un Grind­vík­inga og af­drif þeirra.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert