„Allt í rusli“ við brúargerð á Vestfjörðum

Ljósmynd/Rúnar Þór Konráðs Brynjólfsson

Tjón varð á brú sem er í byggingu fyrir vestan í fokviðrinu í dag. „Það var verið að gera nýja brú þarna Skálmadalsmegin við Kletthálsinn,“ segir Rúnar Þór Konráðs Brynjólfsson, íbúi á Ísafirði sem átti leið fram hjá á leið sinni suður á land.

„Þetta er allt í rusli hjá þeim greyjunum.“

Kolvitlaust veður

Unnið er að tveimur brúm á svæðinu í tengslum við framkvæmdir Vegagerðarinnar á Vestfjarðavegi (60) um Fjarðarhornsá og Skálmardalsá.

Veðráttan leikur vesturhluta landsins grátt þessa stundina og er óvissustig í gildi vegna skriðu- og grjóthrunshættu á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.

„Það er alveg kolvitlaust veður,“ segir Rúnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert