Skriður falla og ræsi anna ekki magninu

Frá Hnífsdalsvegi nú fyrir stundu.
Frá Hnífsdalsvegi nú fyrir stundu. Ljósmynd/Lögreglan

Nokkrar litlar aurskriður hafa fallið úr hlíðum Skutulsfjarðar í dag. Ræsi og holræsakerfi virðast ekki ná að sinna því magni úrkomu sem fallið hefur í landshlutanum að undanförnu.

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá þessu og segir Vegagerð og starfsmenn sveitarfélaga í óðaönn að hreinsa aur og grjót sem hamlar rennsli um niðurföll og ræsi.

Hvatt er til þess að vegfarendur sem leið eiga milli byggðakjarna á Vestfjörðum hafi varann á, þar sem grjót og aur geta runnið yfir veg í þessum aðstæðum.

Fyrir ofan Hnífsdalsveg.
Fyrir ofan Hnífsdalsveg. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert