Spursmál: Kristrún svarar fyrir áform um skattahækkanir

Öll spjót standa á Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingar en flokkur hennar mælist enn sem fyrr stærstur í öllum skoðanakönnunum.

Kristrún sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála og svaraði fyrir stefnu flokksins, sem nýjustu skoðanakannanir benda til að muni hljóta framgang að loknum kosningum.

Ætlar Kristrún að hækka skatta og ef svo er, hvaða skatta? Hverju eiga auðlindagjöld að skila og hvernig lýsir Kristrún hinu svokallaða ehf.-gati sem Samfylkingunni er tíðrætt um.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af honum má sjá í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube.

Fornleifafræðingur og blaðamaður

Í þáttinn mættu einnig þau Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og Þórður Snær Júlíusson blaðamaður. Hún býður sig fram fyrir hönd Framsóknarflokksins og vermir 3. sætið í Suðvesturkjördæmi. Þórður Snær er í Samfylkingunni og situr í 3. sætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Hér er um sneisafullan þátt að ræða af spennandi umræðu um stjórnmál dagsins og kosningarnar 30. nóvember næstkomandi.

Fylgstu með Spursmálum hér á mbl.is alla þriðjudaga og föstudaga fram að kosningum.

Þórður Snær Júlíusson, Kristrún Frostadóttir og Vala Garðarsdóttir sitja fyrir …
Þórður Snær Júlíusson, Kristrún Frostadóttir og Vala Garðarsdóttir sitja fyrir svörum í Spursmálum undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar þennan þriðjudaginn. Samsett mynd/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert