Gatan í bylgjum og bíllinn hoppaði

Grindavíkurvegur gekk í bylgjum þetta kvöldið og rifnaði svo alveg …
Grindavíkurvegur gekk í bylgjum þetta kvöldið og rifnaði svo alveg í sundur, þegar Grindvíkingar voru margir hverjir á leið burt úr bænum vegna skjálfta. Á myndinni til hægri má sjá hvernig vegurinn leit út eftir bráðabirgðaviðgerð. Samsett mynd

„Við stóðum í úti­dyr­un­um og horfðum á dótt­ur okk­ar keyra inn göt­una, sem gekk í bylgj­um. Bíll­inn hoppaði á henni. Aft­an við okk­ur glamraði allt, gler hrundi og brotnaði og þetta var skelfi­leg upp­lif­un,“ seg­ir Hjört­ur Gísla­son blaðamaður.

Hann flúði ásamt fjöl­skyldu sinni Grinda­vík föstu­dag­inn 10. nóv­em­ber 2023 þegar kviku­gang­ur myndaðist und­ir byggð með til­heyr­andi lát­um.

Hjört­ur og Helga Þór­ar­ins­dótt­ir kona hans ræða at­b­urðina í Grinda­vík, eft­ir­mál þeirra og framtíðina.

Hjörtur og Helga keyptu íbúð í Hafnarfirði en vilja aftur …
Hjört­ur og Helga keyptu íbúð í Hafnar­f­irði en vilja aft­ur til Grinda­vík­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vissu ekki hvert þau ætluðu

Hjört­ur lýs­ir deg­in­um sem hrylli­leg­um.

Þau hafi verið orðin vön jarðskjálft­um en ekki slík­um lát­um sem hóf­ust um tvö- eða þrjú­leytið þann dag. Þau höfðu sam­ráð við dæt­ur sín­ar og son og öll ákváðu þau að fara.

Þau vissu ekki hvert þau ætluðu, gripu með sér sæng­ur og ull­ar­sokka og hugðust vera í burtu um nótt­ina.

„Við vild­um bara losna við þenn­an fjanda og koma aft­ur dag­inn eft­ir,“ seg­ir Hjört­ur.

Líkt og marg­ar fjöl­skyld­ur úr Grinda­vík tvístraðist hún hingað og þangað í kjöl­far at­b­urðanna.

Meðan á lát­un­um stóð bauð syst­ir Hjart­ar fjöl­skyld­unni að dvelja í húsi sínu á Seltjarn­ar­nesi en sjálf var hún er­lend­is.

Langt að fara

Þá dvöldu þau í sum­ar­bú­stað Blaðamanna­fé­lags Íslands í Stykk­is­hólmi. „Það var í sjálfu sér ágætt nema hvað það var langt að fara til Grinda­vík­ur þegar fólki var hleypt inn.“

Hjört­ur rifjar upp að í eitt skiptið hafi þau verið kom­in inn í bæ­inn til að vitja eigna sinna og átt 50 metra eft­ir í átt að hús­inu en þá hafi bær­inn verið rýmd­ur í skyndi og í annað skipti hafi þau kom­ist inn í húsið í fimm mín­út­ur áður en þeim var gert að yf­ir­gefa bæ­inn.

„Þetta var skelfi­leg­ur tími og óviss­an var mik­il.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í sér­blaði Morg­un­blaðsins um ham­far­irn­ar í Grinda­vík 10. nóv­em­ber.

24 síðna sérblað fylgdi Morgunblaðinu á laugardag, þar sem fjallað …
24 síðna sér­blað fylgdi Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag, þar sem fjallað er um ham­far­irn­ar 10. nóv­em­ber, upp­lif­un Grind­vík­inga og af­drif þeirra.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert