Tré brotnuðu og umferðarskilti lagðist á hliðina

Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt vegna óveðurs og sinntu allskonar verkefnum.

Tré brotnuðu, lausamunir fuku, þakplötur losnuðu, gróðurhús fuku í tveimur görðum, auk þess sem umferðarskilti lagðist á hliðina syðst á Akureyri, að sögn Jóns Valdimarssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Akureyri.
Akureyri. mbl.is

„Það hefur verið mjög erilssamt hjá þeim í nótt,” segir Jón um björgunarsveitarmenn. Luku þeir störfum um sexleytið í morgun.

Jón segir engan hafa slasast í óðveðrinu en að mjög hvasst hafi verið og gengið á með byljum. Veðrið hefur eitthvað gengið niður í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert