Útkall vegna þaks að fjúka af hlöðu

Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir klukkan sjö í morgun vegna þess að þak var að fjúka af hlöðu skammt frá Laxárvirkjun í Aðaldal, sunnan við Húsavík.

Að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, var hjálparsveit skáta í Aðaldal og Reykjadal kölluð út ásamt björgunarsveitinni Garðari frá Húsavík.

Jón Þór segir björgunarsveitarmenn séu enn að störfum.

Á Suðureyri byrjaði þakkantur að losna af húsi um ellefuleytið í gærkvöldi og var það verkefni afgreitt tiltölulega hratt.

Einnig lauk aðgerðum vegna þaks sem var að fjúka á bóndabæ í Grenivík um hálftíuleytið í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert