„Það var bara allt í kássu“

Fyrirlagning samræmdu könnunarprófanna hafði tvisvar sinnum misfarist vegna tæknilegra örðugleika þegar ákveðið var að fresta prófunum til ársins 2025.

Frumvarp þess efnis var samþykkt sumarið 2022. Frumvarpið fór ekki í hefðbundið samráðsferli þar sem um var að ræða viðbrögð við þeirri stöðu sem upp var komin. Gafst ekki tími til hefðbundins samráðs fyrir framlagningu þess á Alþingi.

Í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu kom fram að ráðuneytið myndi nýta tímann til ársins 2025 til að innleiða nýtt samræmt námsmat, eða svokallaðan matsferil. 

Nú liggur fyrir að aðeins eitt fag, íslenska, verður tilbúið til notkunar á næsta skólaári.

Í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu kom fram að ráðuneytið myndi …
Í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu kom fram að ráðuneytið myndi nýta tímann til ársins 2025 til að innleiða nýtt samræmt námsmat, eða svokallaðan matsferil. mbl.is/Karítas

Að samþykkja frumvarpið var eini kosturinn í stöðunni

„Ég man að þegar að við fáum þetta frumvarp inn, að fresta þessu um þennan tíma, að þá var í rauninni niðurstaðan að þá hafði verið reynt í tvö skipti að leggja fyrir samræmd próf og það mistókst. Það var verið að gera það í gegnum eitthvað tölvukerfi og tölvukerfin hrundu og Menntamálastofnun sem var að halda utan um þetta – það var bara allt í kássu. Það var ekkert að virka það,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, í Dagmálum.

„Ráðherrann var að koma með neyðarbón til okkar og segja: „Við höfum ekki getað framkvæmt þetta, getum við fengið frest og við erum að vinna að þessu“.“

Hefði þurft að byrja mikið fyrr

Hún segir nefndinni hafa verið stillt upp við vegg, þetta hefði verið eini kosturinn á þeim tíma.

„En á sama tíma vildum við fylgjast mjög vel með þessari þróun, það er að segja þessum matsferli sem verið var að vinna að.“

Hún segir mjög góða hluti vera í vinnslu, en því miður hafi það gengið allt of hægt. 

„Þetta hefði þurft að byrja fyrir löngu síðan. Og ég veit ekki útskýringuna á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka