Var rétt komin ofan í sprunguna

Hjónin keyptu nýtt húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hólmfríður segir …
Hjónin keyptu nýtt húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hólmfríður segir þau heppin að vera búin að koma sér þar fyrir. Morgunblaðið/Eggert

„Ég lagði af stað upp Grinda­vík­ur­veg­inn og skildi ekk­ert af hverju bíl­arn­ir sneru við. Ég hélt bara áfram og var rétt kom­in ofan í sprung­una en við höfðum ekki fengið neina til­kynn­ingu um að veg­ur­inn væri kom­inn í tvennt, þá vissu þeir bara ekk­ert um það.“

Þannig lýs­ir Hólm­fríður Georgs­dótt­ir flótt­an­um frá Grinda­vík þegar jörðin virt­ist aldrei ætla að hætta að skjálfa, föstu­dag­inn 10. nóv­em­ber 2023. 

Eig­inmaður Hólm­fríðar, Árni Berg­mann Hauks­son, var þá ný­kom­inn úr hjartaaðgerð og hún neydd­ist til að keyra bíl­inn. „Ég var eng­an veg­inn í ástandi til þess, ég sat úti í bíl í þrjá klukku­tíma, ég er svo aga­lega hrædd við jarðskjálfta.“

Hólm­fríður lít­ur um öxl með blaðamanni og rifjar upp at­b­urðina sem munu aldrei hverfa úr minni.

Grindavíkurvegur gekk í bylgjum þetta kvöldið.
Grinda­vík­ur­veg­ur gekk í bylgj­um þetta kvöldið.

Hon­um fannst þetta allt búið

Hún seg­ir þau hjón­in hafa verið ný­kom­in úr Kefla­vík þegar allt fór að hrist­ast. Þar sem Grinda­vík­ur­veg­ur hafi verið orðinn ófær hafi lítið annað verið hægt að gera en að fara hina leiðina aft­ur til Kefla­vík­ur til að kom­ast í Voga á Vatns­leysu­strönd en þar er tví­bura­bróðir Hólm­fríðar bú­sett­ur.

Þau hjón­in dvöldu hjá hon­um í tíu daga en þaðan fóru þau í Ölfus­borg­ir.

„Við vor­um í Ölfus­borg­um í fjóra og hálf­an mánuð og þar var tekið mjög vel á móti okk­ur,“ seg­ir Hólm­fríður.

Úr Ölfus­borg­um fóru þau í íbúð á Ásbrú þar sem þau voru einnig í um fjóra og hálf­an mánuð en að end­ingu fundu þau sér fast­eign í Vog­un­um þar sem þau una sér vel í dag.

Þegar blaðamaður minn­ist á allt umstangið í kring­um bú­ferla­flutn­ing­ana ger­ir Hólm­fríður lítið úr. Seg­ir þau svo sem al­veg hafa þurft að hafa fyr­ir því en ferðalagið á þeim hafi ekki verið svo mikið miðað við hjá öðru fólki.

Al­gjör­lega skelfi­legt

Aðspurð seg­ir hún at­b­urðina held­ur bet­ur sitja í þeim hjón­um.

„Þeir sitja svo í mér að ég bara tár­ast hérna við að tala við þig, þetta var al­gjör­lega stöðugt og al­gjör­lega skelfi­legt,“ seg­ir hún og bæt­ir því við að Árni hafi keyrt inn í Grinda­vík á dög­un­um þegar hon­um fannst hann ekki hafa neitt að gera og hann hafi bara komið „öf­ug­ur“ heim, eins og hún orðar það.

„Hon­um fannst þetta allt búið. Það er allt á rúi og stúi. Þetta er ekki Grinda­vík eins og var – það er bara svo­leiðis.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í sér­blaði Morg­un­blaðsins um ham­far­irn­ar í Grinda­vík 10. nóv­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert