Fresta framkvæmdum við Landspítala

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til ýmsar breytingar á fjárlögum.
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til ýmsar breytingar á fjárlögum. mbl.is/Eyþór

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að dregið verði úr framkvæmdum við byggingu nýs Landspítala á næsta ári um sem nemur 2,5 milljörðum króna. Þá komi 1,7 milljarðar króna til byggingar húss heilbrigðisvísindasviðs með tekjum frá Happdrætti Háskóla Íslands í stað þess að koma beint úr ríkissjóði.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nefndaráliti meirihlutans sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Fram kemur í nefndarálitinu að heildaráhrif þess að fresta upptöku kílómetragjalds á bensín- og dísilbíla leiði til nettólækkunar tekna um 6,9 milljarða króna, jafnvel þótt vörugjöld af bensíni og olíu hækki um 2,5% í staðinn.

Fjárlaganefnd beinir því til efnahags- og viðskiptanefndar að taka álagningu kolefnisgjalds til gagngerrar endurskoðunar fyrir þriðju umræðu um frumvarpið. „Í því felst að lögð verði til um 55% hækkun gjaldstofns þannig að gera megi ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs hækki um 3,8 ma. kr. frá því sem nú liggur fyrir. Aðgerðin hefur tvíþætt markmið, annars vegar að halda áfram á þeirri braut að skattleggja eldsneyti meira en ráð var fyrir gert í anda loftslagsmarkmiða og hins vegar er aðgerðin nauðsynleg til að afkoma ríkissjóðs versni ekki frá því sem ráð var fyrir gert með nýrri þjóðhagsspá,“ segir í álitinu.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert