Hlegið á kostnað Miðflokksmanna

Diljá skaut föstum skotum á þingmenn Miðflokksins, þá Sigmund Davíð …
Diljá skaut föstum skotum á þingmenn Miðflokksins, þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, uppskar mikinn hlátur úr þingsalnum þegar hún skaut föstum skötum að þingmönnum Miðflokksins.

Til umræðu var tillaga um hækkun sóknargjalda undir umræðu um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga.

Tillagan var samþykkt og kaus Diljá með henni.

Diljá gerði grein fyrir atkvæði sínu í pontu og hvatti fólk sem er annt um trúar- og lífsskoðunarfélög sín að fylgjast með atkvæðagreiðslu flokkanna að Miðflokki undanskildum.

Til að mynda sat meginþorri þingmanna Viðreisnar og Samfylkingar hjá.

„Ég hvet þá sem styðja trúar- og lífsskoðunarfélög til að fylgjast með því hvernig flokkar greiða hér atkvæði. Mér sýnist reyndar Miðflokkurinn ekki vera viðstaddur hér frekar en í þingstörfum, en aðrir flokkar,“ sagði Diljá við mikla kátínu þingmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert