Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, uppskar mikinn hlátur úr þingsalnum þegar hún skaut föstum skötum að þingmönnum Miðflokksins.
Til umræðu var tillaga um hækkun sóknargjalda undir umræðu um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga.
Tillagan var samþykkt og kaus Diljá með henni.
Diljá gerði grein fyrir atkvæði sínu í pontu og hvatti fólk sem er annt um trúar- og lífsskoðunarfélög sín að fylgjast með atkvæðagreiðslu flokkanna að Miðflokki undanskildum.
Til að mynda sat meginþorri þingmanna Viðreisnar og Samfylkingar hjá.
„Ég hvet þá sem styðja trúar- og lífsskoðunarfélög til að fylgjast með því hvernig flokkar greiða hér atkvæði. Mér sýnist reyndar Miðflokkurinn ekki vera viðstaddur hér frekar en í þingstörfum, en aðrir flokkar,“ sagði Diljá við mikla kátínu þingmanna.