Oddvitaviðtöl í Norðausturkjördæmi

Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, í oddvitaviðtali við …
Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, í oddvitaviðtali við blaðamanninn Stefán Einar Stefánsson. mbl.is/Ágúst

Odd­vitaviðtöl við odd­vita allra fram­boða í Norðausturkjördæmi birt­ast á mbl.is í dag, þar sem þeir eru bæði innt­ir eft­ir stöðunni í kosn­inga­bar­átt­unni og helstu kosn­inga­mál­um, bæði sinna flokka og miðað við und­ir­tekt­ir kjós­enda.

Þessa dag­ana birt­ast á mbl.is viðtöl við alla odd­vita fram­boða í öll­um kjör­dæm­um lands­ins til Alþing­is­kosn­inga. Það eru blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son, sem ræða við odd­vit­ana 61. Þá eru birt­ir út­drætt­ir úr viðtöl­un­um á síðum Morg­un­blaðsins sama dag og þau birt­ast á mbl.is.

Í dag birt­ast viðtöl við odd­vita fram­boða í Norðausturkjördæmi, en síðastliðna viku hafa birst viðtöl við alla oddvita í báðum Reykjavíkurkjördæmum. 

Þó um­gjörð viðtal­araðanna séu viðtöl við odd­vita flokka í kjör­dæmun­um, þá er sú und­an­tekn­ing þó gerð, að þegar formaður flokks leiðir list­ann er næsti maður á lista tek­inn tali. Ýtar­legri viðtöl við for­menn­ina eru birt í Spurs­mál­um fram að kosn­ing­um.

Hér að neðan má sjá öll viðtöl­in í staf­rófs­röð eft­ir lista­bók­staf fram­boða.

Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki

Ingvar Þórodds­son Viðreisn

Jens Garðar Helga­son Sjálfstæðisflokki

Sigurjón Þórðarson Flokki fólksins

Þorsteinn Bergsson Sósíalistaflokki

Gunnar Viðar Þórarinsson Lýðræðisflokki

Þorgrímur Sigmundsson Miðflokki

Theodór Ingi Ólafsson Pírötum

Logi Einarsson Samfylkingu

Sindri Geir Óskarsson Vinstri­hreyf­ing­unni – grænu fram­boði



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert