Oddvitaviðtöl við oddvita allra framboða í Norðausturkjördæmi birtast á mbl.is í dag, þar sem þeir eru bæði inntir eftir stöðunni í kosningabaráttunni og helstu kosningamálum, bæði sinna flokka og miðað við undirtektir kjósenda.
Þessa dagana birtast á mbl.is viðtöl við alla oddvita framboða í öllum kjördæmum landsins til Alþingiskosninga. Það eru blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson, sem ræða við oddvitana 61. Þá eru birtir útdrættir úr viðtölunum á síðum Morgunblaðsins sama dag og þau birtast á mbl.is.
Í dag birtast viðtöl við oddvita framboða í Norðausturkjördæmi, en síðastliðna viku hafa birst viðtöl við alla oddvita í báðum Reykjavíkurkjördæmum.
Þó umgjörð viðtalaraðanna séu viðtöl við oddvita flokka í kjördæmunum, þá er sú undantekning þó gerð, að þegar formaður flokks leiðir listann er næsti maður á lista tekinn tali. Ýtarlegri viðtöl við formennina eru birt í Spursmálum fram að kosningum.
Hér að neðan má sjá öll viðtölin í stafrófsröð eftir listabókstaf framboða.
Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki
Ingvar Þóroddsson Viðreisn
Jens Garðar Helgason Sjálfstæðisflokki
Sigurjón Þórðarson Flokki fólksins
Þorsteinn Bergsson Sósíalistaflokki
Gunnar Viðar Þórarinsson Lýðræðisflokki
Þorgrímur Sigmundsson Miðflokki
Theodór Ingi Ólafsson Pírötum
Logi Einarsson Samfylkingu
Sindri Geir Óskarsson Vinstrihreyfingunni – grænu framboði