Heildarflatarmálið stækkar við endurskoðun

Horft er yfir Hverfjall til norðurs.
Horft er yfir Hverfjall til norðurs.

Heild­ar­flat­ar­mál nátt­úru­vætt­is­ins Hver­fjalls í Mý­vatns­sveit stækk­ar úr 3 fer­kíló­metr­um í 3,78 fer­kíló­metra við end­ur­skoðun friðlýs­ing­ar.

End­ur­skoðun friðlýs­ing­ar­inn­ar er hluti af sam­vinnu land­eig­enda í Vog­um í Mý­vatns­sveit, Um­hverf­is­stofn­un­ar og um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­is­ins í sam­bandi við framtíðarfyr­ir­komu­lag nátt­úru­vætt­is­ins.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, und­ir­ritaði end­ur­skoðun friðlýs­ing­ar­inn­ar í dag en með breyt­ing­unni verða mörk svæðis­ins dreg­in lengra aust­an meg­in við Hver­fjall, en dreg­in nær Hver­fjalli vest­an við það.

Ein feg­ursta öskugíga­mynd­un lands­ins

Hver­fjall er stór, hring­laga öskugíg­ur sem myndaðist fyr­ir um 2.500 árum í þeytigosi í grunnu stöðuvatni og er sér­stak­ur að því leyti að gíg­skál­in er álíka djúp og gíg­ur­inn er hár. Gíg­ur­inn er tal­inn ein feg­ursta öskugíga­mynd­un á Íslandi og ein sú stærsta sinn­ar teg­und­ar á jörðinni.

„Ég vil þakka land­eig­end­um Voga í Mý­vatns­sveit fyr­ir sam­starfið í þessu verk­efni. Þetta verk­efni er hluti af þeirri nýju nálg­un sem ég hef talað fyr­ir í nátt­úru­vernd, sem snýr að auk­inni aðkomu heima­fólks að nátt­úruperl­um í þeirra nærum­hverfi,“ er haft eft­ir ráðherra í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

„Mín sýn og land­eig­enda var sú sama, þ.e. að tryggja að nátt­úrperlunni Hver­fjalli væri sýnd­ur sá sómi sem hún á skilið. Samn­ing­ur­inn og end­ur­skoðun friðlýs­ing­ar­inn­ar sem við unn­um að með land­eig­end­um trygg­ir þeirra aðkomu að vernd og stjórn svæðis­ins og bygg­ir á því að land­eig­end­ur hafi um­sjón með hinu friðlýsta svæði, innviðum þess og þjón­ustu þannig að Hver­fjall verði til framtíðar fjár­hags­lega sjálf­bær ferðamannastaður í hæsta gæðaflokki sam­hliða því að vernd­ar­gildi svæðis­ins verði viðhaldið til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert