„Líf mitt er búið”

Steina Árnadóttir í dómsal í dag.
Steina Árnadóttir í dómsal í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er tóm skel. Ég er ekki í líf­inu,“ sagði Steina Árna­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur spurð af lög­manni henn­ar um hagi henn­ar í dag, rúm­lega tveim­ur árum eft­ir að ákæra var gef­in út á hend­ur henni um mann­dráp í op­in­beru starfi. 

Aðalmeðferð í máli Steinu hófst aft­ur í dag eft­ir að sýknu­dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur var ómerkt­ur af Lands­rétti í apríl á þessu ári. Lagt er fyr­ir héraðsdóm að taka málið til meðferðar á ný og fella síðan á það efn­is­dóm. Héraðsdómi er meðal ann­ars gert að meta hvort Steina hafi gerst sek um mann­dráp af gá­leysi.

16. ág­úst árið 2021 kafnaði sjúk­ling­ur inni á geðdeild 33A á Land­spít­al­an­um við Hring­braut í Reykja­vík. 

Sam­kvæmt ákæru er Steina sökuð um að hafa svipt sjúk­ling­inn lífi, með því að þröngva ofan í hann inni­haldi úr tveim­ur flösk­um af nær­ing­ar­drykk þrátt fyr­ir að sjúk­ling­ur­inn gæfi til kynna að hann vildi ekki drykk­inn, allt með þeim af­leiðing­um að drykk­ur­inn hafnaði í loft­veg­in­um, sem hindraði loft­flæði um lung­un og olli önd­un­ar­bil­un og sjúk­ling­ur­inn kafnaði. 

Hafn­ar gá­leysi

Dag­mar Ösp Vé­steins­dótt­ir sak­sókn­ari hóf skýrslu­töku yfir Steinu á að spyrja hvort hún vildi bæta ein­hverju við fyrri skýrslu­töku fyr­ir dómi í maí árið 2023.

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, verj­andi Steinu, greip þá fram í og sagði að það væri ekki hægt að ætl­ast til að hún muni hvað hún sagði fyr­ir einu og hálfu ári.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi Steinu.
Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son verj­andi Steinu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Steina fór síðan yfir aðdrag­anda and­láts­ins sem sam­ræmd­ist fyrri skýrslu­töku sem greint var frá á mbl.is á sín­um tíma.

Steina lýsti því fyr­ir dómi í dag að hún hefði verið yf­ir­gef­in af sam­starfs­fólki sínu á vakt­inni er stóð í sjúk­lingn­um og að „því miður“ var ekki hægt að bjarga sjúk­lingn­um.

Steina hafnaði al­farið gá­leysi í starfi.

Gerði allt í sínu valdi

Spurð af Vil­hjálmi verj­anda um hagi henn­ar í dag svaraði Steina að líf henn­ar væri búið.

Hún seg­ist hafa verið kölluð inn í aðstæður sem hún vissi ekki hvernig byrjuðu. Steina seg­ist hafa gert allt í sínu valdi til þess að bjarga sjúk­lingn­um. Hún seg­ist miður sín að „þetta skyldi enda svona“.

Steina sagði að það hefði verið skráð alls staðar að sjúk­ling­ur­inn ætti að vera á fljót­andi fæði, en græn­met­is­biti stóð í hon­um er Steina kom að hon­um.

Ekki hluti af neinu

Í dag er Steina ör­yrki og hef­ur glímt við mik­il veik­indi, bæði lík­am­leg og and­leg. Hún greind­ist með brjóstakrabba­mein og fór í aðgerð vegna þess í fe­brú­ar.

Steina lýsti því að hún þyrfti á mikl­um stuðningi að halda. Syst­ir henn­ar væri henn­ar stoð og stytta og þá hefði Vil­hjálm­ur bjargað henni.

Steina sagðist ekki vera hluti af neinu í dag. Hún hefði lært sjúkra­liðanám og hjúkr­un­ar­fræði á sín­um tíma og alltaf haft það að leiðarljósi að hjálpa og bjarga fólki.

„Alla tíð reynt að gera hið rétta, en líf mitt er búið,“ sagði Steina á ein­um tíma­punkti. 

Skýrslu­taka yfir Steinu tók rúm­an hálf­tíma og yf­ir­gaf hún dómsal að henni lok­inni. Verj­andi henn­ar upp­lýsti dóm­ara um að Steina væri á leið á geðdeild á Ak­ur­eyri.

Steina er á sjötugsaldri.
Steina er á sjö­tugs­aldri. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert