Rannsókn á tveimur sakamálum nær lokið

Lögreglan á Austurlandi hefur nánast lokið rannsókn á tveimur sakamálum …
Lögreglan á Austurlandi hefur nánast lokið rannsókn á tveimur sakamálum og verða málin fljótlega send héraðssaksóknara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi í tengsl­um við and­lát hjóna á átt­ræðis­aldri í heima­húsi í Nes­kaupstað í ág­úst og árás­ar­máls á Vopnafirði í októ­ber þar sem maður er grunaður um al­var­lega lík­ams­árás gagn­vart fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu er að mestu lokið.

„Rann­sókn í báðum þess­um mál­um er mestu leyti lokið að hálfu lög­regl­unn­ar. Við bíðum eft­ir gögn­um sem við von­umst eft­ir að fá fljót­lega og um leið og þau ber­ast verða mál­in send héraðssak­sókn­ara,“ seg­ir Kristján Ólaf­ur Guðna­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Aust­ur­landi, í sam­tali við mbl.is.

Maður­inn sem er grunaður um að hafa orðið hjón­un­um að bana í Nes­kaupstað sæt­ir gæslu­v­arðhaldi til 29. nóv­em­ber en þá hef­ur hann setið í gæslu­v­arðhaldi í 14 vik­ur.

Sam­kvæmt lög­um um meðferð saka­mála er aðeins heim­ilt að vista grunaða í gæslu­v­arðhaldi í 12 vik­ur án þess að ákæra sé gef­in út gegn þeim. Sá tíma­frest­ur rann út síðastliðinn fimmtu­dag án þess að ákæra væri gef­in út.

Gæslu­v­arðhald fram­lengt

Kristján Ólaf­ur seg­ir að sam­kvæmt úr­sk­urði dóm­ara þá meti hann það svo að málið sé þess eðlis að það sé eðli­legt að halda mann­in­um í gæslu leng­ur vegna rann­sókn­ar­hags­muna.

Gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um sem er grunaður um al­var­lega lík­ams­árás gagn­vart fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sinni á Vopnafirði í síðasta mánuði hef­ur verið fram­lengt til 11. des­em­ber en það átti að renna út 26. nóv­em­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert